sunnudagur, 17. apríl 2011

Þessi litla dúlla í heimaprjónuðum kjól

er núna stödd í sólinni í San Diego í Kaliforníu. Þangað fórum við Valur fyrir 10 árum eða rúmlega það og kunnum óskaplega vel við okkur. Þægilegur hiti, snyrtileg borg og bara almenn huggulegheit. Á meðan passaði Hrefna bræður sína hér heima og hélt heraga á heimilinu, hehe. Hún er nú enginn aukvisi  hún dóttir mín. En já kjólinn sem hún er í á myndinni prjónaði ég af fingrum fram og fannst ég nú bara nokkuð góð á þeim tíma.

4 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Mikið er þetta fallegur kjóll (á sætri lítilli dömu)

Guðný Pálína sagði...

Takk fyrir það Harpa :) Það sést nú reyndar ekki á myndinni, en rauða munstrið eru hjörtu. Held að ég hafi bara ekki prjónað neitt án uppskriftar síðan... og ekki er ég byrjuð á fallegu peysunni / uppskriftinni þinni ennþá, sem er auðvitað bara synd og skömm.

Anna Sæm sagði...

Og myndin er tekin á Olympus OM-1 spegil reflex vél, sem var alveg "manuell" Flasshraðinn var 1/60, en sem maður lærði á ljósop og hraða....
Er með fleiri myndir frá sama tækifæri, ert þú með þær líka? Annars get ég skannað...

Guðný Pálína sagði...

Hey, ég var alveg búin að gleyma því að þú hefðir tekið þessa mynd :) Það væri gaman að sjá fleiri myndir við tækifæri, en það liggur ekkert á :)