sunnudagur, 14. nóvember 2004

Var að koma af handboltaleik

en Andri æfir handbolta með 4. flokki KA og um helgina var haldið mót hér á Akureyri. Það gekk bara vel hjá þeim strákunum og gaman að sitja á bekknum og hvetja. Hann spilaði fjóra leiki og pabbi hans kom með á þann síðasta (var annars að vinna um helgina). Valur æfði handbolta sjálfur "hérna í den" og það var alveg ljóst að hann var að upplifa leikinn á allt annan hátt en ég. Náði þó að vera ótrúlega rólegur, líklega vegna þess hve KA strákarnir voru miklu betri en hinir og aldrei var spurning um það hvort liðið myndi vinna. Ég sé það samt að ef ég ætla að njóta þess almennilega að horfa á leiki þá þarf ég að læra reglurnar betur - svo ég viti betur á hvað er verið að dæma!

Engin ummæli: