fimmtudagur, 18. nóvember 2004

Reykjavikurferð

í gær og þreytudagur í dag. Það var ný upplifun að aka um á Nissan Micra bílaleigubíl í snjónum - öllu vanari því að vera á jeppanum og komast allra minna ferða vandræðalaust. En bíllinn var þó á nagladekkjum, meira en margir aðrir sem voru í höfuðborgarumferðinni í gær. Ferðin var vinnuferð en sem sannir kvenmenn þá kíktum við aðeins í fatabúðir í leiðinni. En þrátt fyrir mikið úrval sá ég ótrúlega lítið sem höfðaði til mín. Keypti mér samt tvær peysur, aðallega til að þurfa ekki að hlusta á háðsglósur frá eiginmanninum þegar heim kæmi. Hann hefur nefnilega engan skilning á því að hægt sé að eyða klukkutímum saman í fatabúðum og koma ekki með neitt heim!

Engin ummæli: