laugardagur, 26. nóvember 2011

Valur vinnur verkin

af listanum mínum...

Já það er ekki að spyrja að mínum duglega eiginmanni. Eftir að hafa lesið bloggið frá í gær (og jú, við tölum líka saman, svona ef einhver skyldi vera að velta því fyrir sér) dreif hann sig í gluggaþvott í morgun. Hann ætlaði líka að setja upp jólaljósin í gluggana í stofunni en þá kom babb í bátinn. Allir fínu jólakransarnir úr Ikea reyndust ljóslausir. Ein lausn á því vandamáli gæti verið að klippa gamla ljósabúnaðinn utan af krönsunum og vefja þá með nýjum seríum. Spurning hins vegar hvort það svarar kostnaði og fyrirhöfn. Þarf að kíkja í Rúmfó á eftir og athuga verð á seríum.

Af því sem stóð á listanum er ég líka búin að fara út og viðra mig. Ég tók myndavélina með, í fyrsta sinn í sex vikur held ég bara. Það var ágætt svoleiðis. Veðrið mjög gott, stillt og kalt og sólin skein. Ég get hins vegar ekki státað mig af því að hafa framkvæmt meira af þessum lista. Ég er bara ótrúlega lúin eitthvað og nenni engu. Ekki einu sinni að hvíla mig, hehe ;-)

Engin ummæli: