miðvikudagur, 9. nóvember 2011

Ekkert pils komið enn...

og það er nú bara leti um að kenna. Ég var svo lengi í vinnunni í gær að ég var of þreytt til að setjast við saumavélina þegar ég kom heim. Og í dag var ég í klippingu og litun á hárgreiðslustofu - og það er nú eiginlega bara nóg dagsverk. Úff, ég er að verða ótrúlega þreytt á því að lita á mér hárið, en er víst ekki tilbúin til að verða gráhærð, svo ætli ég haldi ekki þessum lita-feluleik áfram. Er samt að spá í að hætta þessu þegar ég verð fimmtug... Hehe, það eru víst ennþá þrjú ár í það, og nægur tími til að skipta um skoðun ;-)

Það er allt að fara á fullt í vinnunni og stórar vörusendingar sem koma þessar vikurnar.  Á morgun er von á einni og ætli ég reyni ekki að mæta eitthvað fyrr í vinnuna til að rýma til fyrir öllum kössunum. Í raun gæti ég eins farið niðureftir núna, en er engan veginn að nenna því. Meiri letin sem ræður ríkjum hér í dag!!

3 ummæli:

Fríða sagði...

Ja, ég get nú bara sagt þér það að það er ótrúlegur léttir að þurfa ekki að spá í rót. Hárið á mér vex eins og arfi og ég þurfti gersamlega alltaf að vera að lita rótina. Og alltaf þegar mig langar nú til að prófa kannski að breyta til, þá steinhætti ég við að lita nokkurn skapaðan hlut þegar mér dettur rótin í hug. En kannski ég hafi reyndar breyst óvenjulega mikið, það er mjög mikill munur á litnum á hárinu á mér núna og var bara um fertugt, áður en ég byrjaði að lita það til að fela grá hár. Þá hefði ég aldrei trúað að ég yrði svona ljós um fimmtugt og allur upprunalegi liturinn farinn veg allrar veraldar.
Smá gestablogg :)

Guðný Pálína sagði...

Bara gaman að fá gestablogg :) En já ég er nú að verða ansi hreint ljós-gráhærð, nema í hnakkanum, eða svo segir hárgreiðslukonan mín. Sem harðneitar að hætta að lita mig... ;)

Fríða sagði...

þær neita því allar