föstudagur, 18. nóvember 2011

Held áfram að fara í gegnum gamlar myndir

Markmiðið er að henda út sem flestum myndum sem eru ónothæfar, því þær taka jú svo mikið pláss í tölvunni. Hér er ein frá því í fyrrahaust, en þá reyndi ég að fara út með myndavélina þegar færi gafst, og viðra mig í leiðinni. Hef voða lítið viðrað mig þetta haustið... Held samt að nú langi mig bráðum að fara að taka myndir aftur.

Á morgun er kórinn minn fyrrverandi að halda tónleika. Mig langar mikið á þessa tónleika en það langar Silju ábyggilega líka, sem er að vinna með mér. Mamma hennar er nefnilega í kórnum. Hins vegar ætlar Anna (sem vinnur hjá okkur og var líka í kórnum) á tónleikana og ekki get ég beðið Sunnu að skipta því hún er nýbúin að skipta við Önnu... svo ég fer ekki neitt. Ekki þar fyrir, ég lifi það alveg af og þar að auki þá hef ég á tilfinningunni að það verði nóg að gera í vinnunni á morgun, svo ekki mun mér leiðast. Annars skil ég ekki alveg hvað þessi mynd verður gul hérna, mér fannst hún ekki svona gul í myndaforritinu áðan...

P.S. Með því að smella á myndina stækkar hún og birtist að auki á svörtum bakgrunni.

Engin ummæli: