föstudagur, 25. nóvember 2011

Jákvætt í dag

- Ég náði að sofna aðeins aftur, eftir að hafa fyrst vaknað kl. 4.30 og verið vakandi í nærri tvo tíma.
- Ég þreif kattaklósettið.
- Ég hengdi upp sturtuhengið, sem er svo hreint og fínt eftir að ég þvoði það í gær.
- Endurvinnslutunnan var tæmd.
- Við Sunna náðum að taka upp úr öllum kössunum sem komu í gær.
- Það var mikið að gera í Pottum og prikum.
- Ísak færði jákvæðar fréttir úr stærðfræðiprófi.
- Við Valur erum bæði í helgarfríi þessa helgina.


Hlutir sem ég þyrfti að gera um helgina, eða langar til að gera:
- Sníða og helst sauma langerma bol.
- Þvo gluggana í stofunni.
- Setja upp jólaljós í gluggana í stofunni.
- Baka fleiri hráfæðiskökur / kex.
- Skoða uppskriftabækur.
- Viðra mig eitthvað úti.
- Vinna aðeins í bókhaldinu.
- Hvíla mig.


Engin ummæli: