sunnudagur, 21. ágúst 2011

Majones

Já hér kemur sem sagt uppskrift að majonesi... Það er frekar fyndið að vera á mataræði sem gengur út á að innbyrða sem mesta fitu, og mikil breyting frá því að innbyrða sem mest af kolvetnum... Ég er í tvígang búin að gera þetta majones, af því það átti að vera majones í uppskriftinni sem ég var að fylgja, en ekkert majones til á heimilinu. Þessi kemur úr bók sem fylgdi blandaranum okkar, og mér finnst hún fín. Hins vegar mæli ég ekki með að nota lífrænu ólífuolíuna frá Sollu, því hún er svo bragðsterk/beisk.

 1 stórt egg við stofuhita
 1 msk. ferskur sítrónusafi
 1 tsk. dijonsinnep
 1/8 tsk salt
 1/8 tsk pipar
 1 bolli ólífuolía

 Setjið allt nema ólífuolíuna í blandarann og látið ganga í 10-15 sek. Hellið þá ólífuolíunni smátt og smátt saman við, þar til massinn þykknar. Kælið í 30 mín.

2 ummæli:

Anna Sæm sagði...

Ég hélt að það væri miklu meira mál að búa til majones. Maður freistast kannski til að prófa það einhvern tíma.

Guðný Pálína sagði...

Valur var nú frekar hissa á því að ég væri að birta uppskrift að majónesi á netinu... En þetta er sem sagt bara hugsað svo ég geti fundið hana aftur í flýti (með því að smella á "labelinn" mataræði hér á blogginu. Og já ég er sammála, ég hélt líka að þetta væri miklu meira mál.