sunnudagur, 14. ágúst 2011

Snilldar hrökkbrauð

Ég hef verið að prófa nokkrar brauð og muffinsuppskriftir sem innihalda ekkert hveiti, með misjöfnum árangri. Í gær skellti ég í hrökkbrauð, sem er jafn gott og það er einfalt.

5 egg
2 1/2 dl.  sólblómafræ
1/2 dl.  sesamfræ
1/2 dl.  möluð hörfræ
1/2 dl.  saxaðar valhnetur
1 tsk. salt

Öllu blandað saman og hellt í smurða ofnskúffu. Bakað í miðjum ofni við 190 gráður í 10-11 mín.
Skerið í bita af æskilegri stærð þegar hefur kólnað aðeins. Geymist í ísskáp í 4-5 daga. Hentar vel að frysta og þiðnar á nokkrum mínútum. Því miður fylgir engin mynd... en já mér finnst þetta mjög gott :)

1 ummæli:

baun sagði...

Þessa uppskrift líst mér mjög vel á og ætla að prófa!