mánudagur, 1. ágúst 2011

Miðvikudagur í Noregi

snérist að mestu leyti um hvíld og afslöppun. Veðrið var alveg dásamlegt og morgunmaturinn, sem samanstóð af súrmjólk með ferskum jarðarberjum og hindberjum, var borðaður úti. Eftir morgunmat datt Önnu í hug að við gætum gengið niður í Langhus Nærsenter, sem er smá verslunarkjarni í 10-15 mín. fjarlægð frá Briskevegen. Ég var að spá í það á leiðinni hvað trén væru orðin há, svona miðað við þegar Anna og Kjell-Einar voru nýflutt í hverfið. Anna þurfti aðeins að útrétta og eftir það ætluðum við að fá okkur kaffi í nýlegu kaffihúsi (sem er reyndar blanda af húsbúnaðar- og fataverslun og kaffihúsi), en þar var bara lokað. Í staðinn keyptum við okkur ís og sátum í sólinni og borðuðum hann. Við tókum svo strætó heim, því leiðin er öll upp í móti og ég vissi að miðað við þreytustig mitt, brattar brekkurnar og hitann úti, þá kæmist ég ekki alla leið gangandi.

Ég var hálf púnkteruð eftir göngutúrinn og sat bara á mínum rassi (já og lá á sófanum) á meðan Anna var í dugnaðarkasti og sló lóðina. Seinni partinn fór gamla að hressast aftur og fannst þá alveg nauðsynlegt að kíkja aðeins í Ski storsenter, sem er stærðarinnar verslunarmiðstöð. Anna var svo væn að koma með mér þangað og náði ég að kaupa tvennar leggings/buxur og einn bol. Nokkuð gott bara ;) Svo fórum við á einhvern bar/veitingastað þar sem við fengum okkur Tapas og sátum úti og borðuðum. Þvílíkur draumur í dós að lenda í svona góðu veðri, segi nú ekki meira!

2 ummæli:

Anna S. sagði...

Takk fyrir þessa góðu ferðasögu :-)

Guðný Pálína sagði...

Hehe, já þetta er nú kannski ekki svo mikið nýtt fyrir þér ;) En mamma hringdi í gær og hafði lesið og haft gaman af, svo það var nú ágætt.