Já það er misjafn smekkur manna. Svona myndir þættu nú einhverjum fallegar, en öðrum finnst þetta vera algjör klisja. Blár himinn sem ekki sér ský á, speglun í spegilsléttum sjó... o.s.frv. En mér finnst hún falleg á sinn hátt og fann hana þegar ég var að leita í gegnum myndasafnið mitt að myndum fyrir ljósmyndasýninguna á Akureyrarvöku. Við Álfkonur verðum sem sagt með enn eina ljósmyndasýninguna (ef ég hef sagt það áður þá verður bara að hafa það). Ég ætlaði nú eiginlega ekki að vera með... en svo hélt Valur að ég myndi sjá eftir því - svo ég sló til. Þetta er nú aðeins meira mál en áður, sérstaklega þar sem sýningin verður utandyra og myndirnar verða nokkuð stórar, eða 121 x 86 cm. Þær verða settar á steinstöpla sem staðsettir verða fyrir utan menningarhúsið Hof. Og já nóg um það. Nú var Valur að koma heim, en hann var í jarðarför í Reykjavík í dag. Svo það er best að fara að fá sér í svanginn - þessa fínu heimagerðu böku sem frúin var að elda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli