mánudagur, 29. ágúst 2011

Myndin sem ég var með á sýningunni

Curious sheep :) by Guðný Pálína
Curious sheep :), a photo by Guðný Pálína on Flickr.
Kemur hér svo Anna systir og aðrir sem áhuga hafa, geti séð hana almennilega.

Annars er sannkallaður svefn-sólarhringur nú að baki og vonandi þarf ég aðeins minna að sofa í dag... Ég var í tvo og hálfan tíma við opnun sýningarinnar á laugardaginn, í steikjandi hita og sól, og kannski hef ég bara fengið sólsting. Eða svona "næstum því" sólsting. Ég gerði nákvæmlega ekkert annað en liggja og dorma endalaust í sófanum í gær. Ekki hindraði það mig samt í því að sofna í gærkvöldi og steinsvaf ég í alla nótt.

Annars var bara voða gaman á sýningunni. Það mætti margt fólk og flestir mjög jákvæðir á þetta framtak okkar. Mér finnst samt alltaf ótrúlega erfitt að sýna svona opinberlega, en ætli það venjist ekki (einhvern tímann).

Nú er ég í fríi í dag og Valur er í tveggja vikna fríi, og spurning í hvað dagurinn verður notaður. Ég er nú hálf drusluleg ennþá, en hef ekki áhuga á að liggja annan dag í sófanum, það er alveg á hreinu.

Engin ummæli: