Talandi um form, þá er Valur búinn að senda beiðni á endurhæfingadeildina á Kristnesi, um að ég komist í mat hjá þeim. Ekki að borða mat... heldur að þau meti mig og mitt ástand. Ég held að það verði fínt að sjá svart á hvítu hvernig þetta er. Í framhaldinu gæti svo orðið spurning um endurhæfingu í einhverjar vikur, þó það yrði nú ábyggilega ekki strax. En mér skildist að þetta mat tæki tvær vikur, svo þau greinilega eru mjög nákvæm og vilja fá fulla mynd af ástandi hvers og eins.
Svo vona ég að við Sunna fáum sem allra fyrst nýtt starfsfólk fyrir sumarið en Andri er að byrja að vinna hjá nýja Icelandair hótelinu og Silja verður á tjaldstæðinu í sumar. Þannig að okkur vantar manneskju í ca. 50% starf á virkum dögum + aðra hverja helgi. Já og helst aðra manneskju sem er bara um aðra hverja helgi. Því við verðum jú að fá okkar frí. Vera með fjölskyldunni og hlaða batteríin.
2 ummæli:
En nú sendi ég ekki fleiri börn til þín ;)
Nei en þú ert nú líka búin að standa þig vel á því sviði :)
Skrifa ummæli