Veðrið var svo dásamlegt í dag, sannkallað sumarveður. Ég ætlaði að fara út með myndavélina í morgun, en eyddi morgninum í þetta stúss með að græja myndina og fara með í Pedromyndir, og svo var ég orðin svo þreytt... þannig að ég um hádegisbilið lagði ég mig svo ég myndi meika að fara í vinnuna. Andri var að fara í flug klukkan tvö og var þar að auki að sendast fyrir mig, svo ég ákvað að ganga í vinnuna í þessu dásemdarveðri. Nokkuð sem ég er að "borga" fyrir núna með þreytuverkjum í fótunum - en það var nú líka vegna þess að ég gekk svo hratt og þá verður það auka álag á vöðvafestur.
Svo komst Ísak að því í dag að á morgun væru lokaskil á bókarskýrslu í íslensku, svo hann þurfti að klára bókina sem hann var þó byrjaður með, og skrifa skýrsluna. Ég var svo að fara yfir þetta núna áðan og koma með smá athugasemdir um lagfæringar. En núna þarf ég að fara að baka fyrir klúbbinn á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli