sunnudagur, 1. maí 2011

Fríhelgin á enda



Leikur að ljósi, originally uploaded by Guðný Pálína.
Og ég veit varla í hvað hún fór... eða jú jú ég veit það alveg. Ætli megi ekki segja að ljósmyndun hafi verið þema helgarinnar. Í gær fórum við nokkrar konur í ljósmyndaklúbbnum og skoðuðum sýningu Láru Stefánsdóttur í menningarhúsinu á Dalvík. Síðan fengum við okkur kaffi og kökur en á heimleiðinni var stoppað í tvígang til að taka myndir.

Í dag var eitthvað eirðarleysi í mér og við Valur fórum út um hádegisbilið, með myndavélarnar að sjálfsögðu. Við ókum í átt að Dalvík og fórum fyrst aðeins inn í Þorvaldsdal, en bæði var vegurinn slæmur og eins var birtan ekkert falleg þar, svo við fórum næst til Dalvíkur. Ég hafði séð á myndum frá Hrefnu að á Dalvík er þessi fína sandströnd og mig langaði að skoða hana. Sem við og gerðum. En það var þoka og ótrúlega kalt þarna niðri við sjóinn svo við stoppuðum ekki mjög lengi.

Ætli við höfum ekki verið komin heim aftur um hálf þrjú leytið og þá bakaði Valur vöfflur en síðan hef ég ekki gert neitt af viti. Jú annars, ég spjallaði aðeins við Hrefnu á skype og hjálpaði Ísaki við íslenskuverkefni, svo eitthvað pínu hef ég nú gert.

Á morgun byrjar svo ný vinnuvika og gamla er bara pínu stressuð því það er eitthvað svo margt aukalega í gangi þessa viku. Á þriðjudaginn fer ég í söngtíma (jólagjöf frá Val), á fimmtudaginn er lokafundur vetrarins hjá FKA, á föstudaginn á ég að vera með konuklúbb og á laugardaginn verðum við Álfkonur með ljósmyndasýningu. En já svo reddast þetta auðvitað allt saman eins og venjulega...

P.S. Ég ætlaði fyrst að birta fremur kuldalega mynd úr fjörunni á Dalvík með þessari færslu, en ákvað að það væri miklu skemmtilegra að halda sig bara við eitthvað litríkt og fallegt, svo hér kemur önnur mynd úr Lystigarðinum frá því um daginn.

Engin ummæli: