þriðjudagur, 3. maí 2011

Náttúran er að vakna til lífsins þessa dagana


Gróðurinn er allur að koma til og fuglarnir flykkjast til landsins. Við Valur fórum áðan út að ganga niðri við sjóinn og sáum og heyrðum í hinum ýmsu fuglategundnum. Bara gaman.

Ég hefði ekki þurft að stressa mig yfir söngtímanum í dag. Í fyrsta lagi þá þurfti ég ekki að syngja einn einasta tón því kennarinn var bara að fara í teoríu í dag. Í öðru lagi þá var hann mjög afslappaður og þægilegur í viðmóti, svo vonandi skil ég allt stress eftir heima í næsta tíma.

Engin ummæli: