laugardagur, 28. maí 2011

Birta er mætt á svæðið


Já eins og sjá má þá er ég búin að breyta útlitinu á blogginu mínu. Sit núna og er að fínpússa þetta og kemur þá ekki Birta gamla. Sjóðandi heit eftir að hafa legið á ofninum í vaskahúsinu í allan eftirmiðdag. Sem er í rauninni ágætt því þá hefur hún látið mig í friði á meðan. En hún fær nú reyndar ekki að liggja lengi í kjöltunni á mér, það fer bráðum að koma kvöldmatur.

1 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Mikið er hún falleg!