sunnudagur, 25. mars 2012

Vorboði

Fyrir vinnu í gær fór ég smá rölt í Lystigarðinum með myndavélina. Ég hélt að ég myndi finna krókusa - en fann þá ekki. Eina blómstrandi blómið sem ég fann var þetta litla gula, en það heitir því dásamlega nafni "Vorboði". Ég þurfti nánast að leggjast á jörðina til að ná þessu sjónarhorni af því, enda var það svo pínulítið, aðeins 4-5 cm. hátt.

3 ummæli:

ella sagði...

Indælt.

Guðný Pálína sagði...

Æjá, gott að sjá merki um vor :)

Frú Sigurbjörg sagði...

Bráðum koma páskar og síðan kemur vor : ) En heppilegt nafn annars.