mánudagur, 19. mars 2012

Vangaveltur

Ég er stundum að hugsa um það hvílíkt magn af upplýsingum ég afla mér á netinu. Mestmegnis um mataræði og heilsu, en einnig aðra hluti. Og í framhaldinu af þessum hugsunum fór ég að velta því fyrir mér að það væri kannski ekki vitlaust að leyfa fleirum að njóta þessarar vitneskju. Það er að segja, hætta að blogga eingöngu um mig og mitt persónulega líf, og bæta inn í einstaka fróðleiksmolum. Aðallega til að skemmta sjálfri mér - en já þetta er bara hugmynd. Hvort ég framkvæmi hana er svo allt annar handleggur.

Engin ummæli: