miðvikudagur, 21. mars 2012

Göngutúr

Ég fór áðan í göngutúr með myndavélina. Gekk hér um næsta nágrenni og smellti af nokkrum myndum. Veðrið var ljómandi gott, 6 stiga hiti og sól, en vindkæling svo ég var fegin að vera með vettlinga. Var samt orðið alveg skítkalt á puttunum ;-)5 ummæli:

Anna S. sagði...

Takk fyrir þessar myndir Guðný mín, alltaf gaman að falla í nostalgíukast!!

Guðný Pálína sagði...

Ég hafði þig nú bakvið eyrað þegar ég ákvað að birta svona margar myndir hérna á síðunni ;)

Nafnlaus sagði...

Fallegt umhverfi :)

Fríða

Frú Sigurbjörg sagði...

Ofsalega fallegar myndir. Hef ekki komið í heimsókn hingað áður, en síðan þín er full af fallegum myndum.

Guðný Pálína sagði...

Þakka þér fyrir Frú Sigurbjörg :) Gaman að heyra.