Um leið og ég byrja að fóðra kolvetnispúkann þá langar mig í meira af þessu sama - og ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að vinna úr þessu því mig langar samt að geta borðað þessi hollu kolvetni. Ég reyndar kveikti á perunni með það að ég var ekki að standa mig í að borða nógu mikla fitu og hef aftur aukið fituneysluna verulega. Það var jú aðalforsenda þess að mér tókst að hætta í kolvetnunum á sínum tíma, að maður verður svo saddur af fitu og langar þá minna í þetta sæta. En já já, ég held bara ótrauð áfram, það þýðir ekkert að gefast upp þó á móti blási.
Samanber þetta video sem ég fann á netinu, um konu sem var komin í hjólastól af völdum MS, en með breyttu mataræði (og annarri meðferð sem fólst að ég held í því að örva vöðvana með rafboðum) tókst henni að snúa við þróuninni og komst úr hjólastólnum. Hún þróaði ákveðið mataræði og er upptekin af því að breiða út boðskapinn. Hér er heimasíðan hennar ef einhver hefur áhuga. Og hér er myndband með henni á youtube, þar sem hún segir frá sögu sinni.
3 ummæli:
Getur maður einhversstaðar séð hvað þetta mataræði gengur út á? Án þess að þurfa að kaupa bók eða eitthvað þannig? Ég er búin að skoða heimasíðuna svolítið og hún stoppar alltaf við að segja að hún hafi fundið mataræði sem hjálpar henni. Og svo ekki meira.
kv
Fríða
Hún er að selja bók þar sem hún fjallar um leið sína til bata og þar með talið mataræðið. Þannig að ætli hún vilji nokkuð skrifa of ítarlega um þetta á öðrum vettvangi. En ef þú ferð á heimasíðuna hennar, þá er gefinn kostur á að fylla út nafn og netfang þarna hægra megin, og þá kemst maður á síðu sem útskýrir þetta mataræði af örlítið betur.
Gallinn er reyndar sá að ef maður fyllir út þessar upplýsingar sem beðið er um, þá fer maður að fá tölvupósta frá þeim, svo það er kannski ekki alveg málið.
Skrifa ummæli