fimmtudagur, 8. mars 2012

Hestamynd fyrir mömmu

Some horses by Guðný Pálína
Some horses, a photo by Guðný Pálína on Flickr.
Nema hvað hestarnir sjást nú varla á myndinni. En ég kann ekki að taka myndir af hestum. Ég vorkenni þeim alltaf svo mikið, því ef ég fer of nálægt þá verða þeir voða glaðir og halda að eitthvað skemmtilegt sé að fara að gerast (vona líklegast að ég sé með brauð) og það finnst mér alveg ómögulegt. En þessa hesta fann ég fyrir neðan Kristnes.

Einhverra hluta vegna hef ég verið eitthvað hálf andlaus eftir dvölina á Kristnesi og ekki í miklu bloggstuði. Annað slagið þykist ég ætla að sleppa því að vera að væla hér á þessum vettvangi (svona til að gera ekki endanlega út af við mína nánustu) og þá er víst bara betra að þegja ;)

Um síðustu helgi kom Anna systir til landsins og ég fór suður og við eyddum laugardeginum saman. Það var ca. 13 tíma "hittingur" og alltaf gott og gaman að hitta stóru systur. Við skoðuðum í búðir, fórum á Laugaveginn og í Kringluna og fórum svo á tónleika í Hörpunni með Sollu vinkonu Önnu, og enduðum úti að borða á Hótel Natura í boði Önnu. Þetta var góður dagur og ég var komin svo snemma heim á sunnudeginum að ég náði að hvíla mig vel restina af deginum.

Annars gengur allt sinn vanagang. Ég læt kannski heyra meira frá mér á morgun eða um helgina, svona ef blogg-andinn kemur nú yfir mig.

Engin ummæli: