sunnudagur, 18. mars 2012

Pínulítið pirruð í augnablikinu


en það líður nú fljótt hjá. Málið er að ég var búin að taka myndir samfleytt í 100 daga og birta á ljósmyndablogginu mínu. Í gærkvöldi var ég frekar andlaus en tók samt nokkrar myndir sem ég átti svo eftir að flytja af minniskortinu í myndavélinni og yfir í tölvuna mína. Seinni partinn í dag ákváðum við Valur svo að skreppa aðeins út að mynda, og þá fór ég að hugsa um að það væri komið svo mikið dót inná minniskortið, og eyddi öllu saman. Það var ekki fyrr en ég var aftur komin heim og sest við tölvuna að ég áttaði mig á því hvað ég hafði gert. En já því verður ekki breytt, svo ég verð bara að sætta mig við orðinn hlut. Það er nú ekki eins og þetta sé stórslys, en markmiðið hjá mér var eiginlega að taka myndir á hverjum degi í heilt ár. Nú get ég kannski bara leyft mér að hætta við þetta markmið, eins og mig hafði nú stundum langað til að gera...

En já annars var þetta tíðindalítill sunnudagur. Í gær og í dag hef ég aðeins verið að prjóna og eins að hlusta á fyrirlestra á Youtube, og lesa fræðigreinar á netinu. Ég skrifa kannski meira um það seinna. Í gær spjallaði ég líka aðeins við Önnu systur á Skype, og systraspjall stendur alltaf fyrir sínu :-)

4 ummæli:

Anna Sæm sagði...

Skemmtileg mynd!

Guðný Pálína sagði...

Hún er tekin með víðlinsunni, gefur nýtt og skemmtilegt sjónarhorn :)

ella sagði...

En sko, þú tókst myndir. Þannig séð stóðstu við markmiðið. Annað mál með varðveisluna.

Guðný Pálína sagði...

Hehe, já ég skil þitt sjónarmið. Málið er að ég setti myndirnar allar inn á netforrit sem heitir Blipfoto og þar þarf maður að setja inn mynd á réttum degi (forritið les dagsetninguna úr stafrænu upplýsingunum í myndavélinni). Þannig að ef vantar mynd þá er engin sönnun fyrir því að maður hafi tekið myndina, hehe :) En ég er sem sagt búin að gefa þetta verkefni mitt uppá bátinn núna. Tók þó mynd í 101 dag í röð, það er nú bara nokkuð gott ;)