föstudagur, 9. desember 2011

Nýtt hobbý

Sem ég veit reyndar ekki hvort ég á eftir að vera dugleg við.. En sem sagt, á netinu er að finna síðu sem er opin fyrir alla blipfoto.com. Gengur hún út á að fólk tekur eina ljósmynd á dag sem það setur inn á síðuna sína. Svo er hægt að skoða síður hjá öðrum og skrifa athugasemdir o.s.frv. Ég sá þetta fyrst hjá Gullu og fannst þetta svo skemmtilegt að mér datt í hug að prófa sjálf. Er nú að vísu bara búin að vera í heila tvo daga... hehe, en ágætt að fá eitthvað annað að hugsa um en vinnuna. Ætli ég verði ekki duglegri að hafa myndavél við hendina og eins að taka myndir af einhverju öðru en landslagi, það má alla vega láta sig dreyma. Blipfoto er enskumælandi samfélag, þannig að textinn sem maður skrifar þarna inn þarf að vera á ensku. Sem er í raun ágætt því ekki veitir af að æfa sig ;-)
En hér er sem sagt tengill á síðuna mína.

Engin ummæli: