Skömmu eftir að við komum heim aftur fórum við Sunna niður í vinnu. Það átti að vera frekar stutt skrepp til að reikna út desemberuppbót starfsmanna, en svo fórum við líka að borga reikninga og sjóða saman vinnuplan fyrir næstu viku og þegar upp var staðið voru liðnir 3 tímar. Heima á ný hélt ég áfram að reyna að sjóða saman eitthvað vaktaplan fyrir síðustu 7 dagana fyrir jól, en það gekk ekkert sérlega vel. Sunna er eiginlega miklu betri í því en ég. Sú vitneskja stoppaði mig samt ekki í því að hanga alltof lengi að reyna þetta, með vöðvabólgu og höfuðverk sem höfuð-afrakstur þeirrar iðju.
Valur eldaði svo dásamlega kjúklingasúpu í kvöldmatinn og sjónvarpið var helsti vinur minn í kvöld. Svo var meiningin að fara snemma að sofa - en ég er nú aðeins að klikka á því...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli