sunnudagur, 4. desember 2011

Gleymdi aðalatriðinu

Eða að minnsta kosti mikilvægu atriði. Þannig er mál með vexti að fyrstu tónleikarnir sem við Valur fórum saman á, fyrir margt löngu, voru einmitt tónleikar þar sem Vetrarferðin eftir Schubert var í aðalhlutverki. Söngvarinn var Andreas Schmidt og tónleikarnir voru í Borgarbíói hér á Akureyri. Þetta voru ekki bara fyrstu tónleikarnir sem við fórum á saman, heldur fyrstu ljóðatónleikarnir sem ég fór á. Raunar held ég að eina hljómsveitin sem ég hafði áður heyrt í á tónleikum hafi verið Spilverk þjóðanna og svo Bubbi, í Möðruvallakjallara, þetta eina haust sem ég var nemandi við MA hér um árið. Þannig að þessi ferð með mínum heittelskaða í Borgarbíó var svolítið sérstök fyrir ýmsar sakir.

Það er gaman að geta þess að eftir tónleikana nú á laugardaginn, kom til okkar kona, tja eða hún kom nú til Vals öllu heldur, og rifjaði upp að hún hefði setið við hliðina á Val á tónleikunum í Borgarbíói hér um árið. Hann hefur þá greinilega verið umkringdur kvenfólki við það tilefni, því ég sat jú hinum megin við hann.


Engin ummæli: