fimmtudagur, 31. mars 2011

Jamm og jæja

Ég skrifaði póst til Lilleström helseklinikk í gær og ætlaði að panta tíma hjá þeim. Hafði áður verið í sambandi við þau og þá verið sagt að það væri 2ja-3ja mánaða biðtími. Fékk svo póst frá þeim í morgun þar sem í ljós kom, að svo mikil aðsókn er til þeirra að þau eru ekki að gefa fólki tíma eins og er. Ég var því bara sett á biðlista. Arg og garg. Smá spælingur í gangi hjá þeirri gömlu.

Hins vegar er afskaplega fallegt veður úti. Ég vann í bókhaldi hér heima milli kl. 8 og 10 og fer svo í vinnuna á Glerártorgi kl. 14. Nú er spurning um að drífa sig í sund eða eitthvað álíka.

2 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Vonandi þarftu ekki að bíða allt of lengi!

GUÐNÝ PÁLÍNA sagði...

Æjá, takk fyrir það. Það er pínu fúlt að lenda "á bið" loks þegar maður tekur ákvörðun um að gera eitthvað róttækt. En vonandi kemst ég að á þessu ári að minnsta kosti.