miðvikudagur, 30. mars 2011

Mamma og Bjarni

Ég var eitthvað að brasa í tölvunni í morgun og eiginlega alveg óvart þá fór ég að "importera" öllum gömlum myndum inn í nýja myndvinnsluforritið mitt. Það tók nú hellings tíma og ég ætlaði að reyna að stoppa ferlið í miðjum klíðum en það gekk ekki. Kosturinn er sá að núna á ég allar myndir á mjög aðgengilegu formi - og þá er auðvelt að skoða þær og jafnvel "finna aftur" myndir sem höfðu gleymst. Nú veit ég ekki hvort ég var búin að senda mömmu þessa mynd, en þetta er að sjálfsögðu hún ásamt Bjarna sonarsyni sínum. Myndin er tekin í fermingu Önnu systur hans, í Danmörku vorið 2008 (2009, samkvæmt leiðréttingu frá systur) ef ég man rétt. Myndgæðin eru nú ekkert sérstök því myndin er tekin á litla vasamyndavél við léleg skilyrði.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

2009 :-) Anna systir

*---* sagði...

Takk fyrir Anna mín, ég held að mér hafi fundist vera árið 2010 þegar ég skrifaði þetta... Hehe ;-)