fimmtudagur, 3. mars 2011

Öll él birtir upp um síðir



Lighten up!, originally uploaded by Guðný Pálína.
Verður maður ekki bara að hafa það hugfast? Ég er nú aðeins að skríða saman, sem betur fer. Fór í vinnuna í morgun og Andri kom svo og leysti mig af eftir tvo og hálfan tíma. Þá fór ég bara heim og er búin að sitja og liggja til skiptis og finnst ég bara alveg þokkalega hress núna eftir kvöldmatinn. Og svona til að hressa mig við í þessu ástandi öllu saman, þá hef ég ákveðið að skutlast til Reykjavíkur um helgina... Er þvílíkt búin að grufla yfir því hvort það sé gáfulegt eða ekki - en Anna systir er að koma í heimsókn frá Noregi og ég bara verð nú eiginlega að hitta hana. Það er ekki svo oft sem við systurnar hittumst. Já eða systkinin öllu heldur, því Palli bróðir býr jú í Danmörku og er ekki oft á ferðinni hér á landi. 

Þannig að, eins og staðan lítur út núna, þá ætla ég sem sagt suður, í þeirri trú að ég muni bara hafa gott af því að komast í nýtt umhverfi og hætta að hugsa um rassinn á sjálfri mér í smá stund. Ég fer annað kvöld og gisti hjá Rósu vinkonu. Á laugardeginum tek ég svo rútuna til Keflavíkur og kíki aðeins á mömmu og svo förum við systur saman inn til Reykjavíkur þar sem Anna mun gista hjá sinni vinkonu. Svo er bara að treysta því og trúa að þetta muni hafa góð áhrif á gömlu konuna :-)

Engin ummæli: