þriðjudagur, 15. mars 2011

Jæja kemst ég suður og út, eða hvað?Winter - again..., originally uploaded by Guðný Pálína.
Það er alltaf dálítið spennandi þegar maður er að ferðast að vetrarlagi hér á Íslandi... Nú á ég pantað suður kl. 5 í dag og til Noregs á morgun, en ekki hefur enn verið flogið innanlands. Ég hringdi áðan í flugfélagið og sá sem ég talaði við var voða bjartsýnn á að þeir færu að fljúga fjlótlega uppúr hádeginu. Vonandi hefur hann rétt fyrir sér :-)

En já, ég má eiginlega ekkert vera að því að blogga núna. Er að fara í vinnuna og á eftir að gera mér grænmetishristing og helst að tína til eitthvað annað nesti líka. Svo er ég á fullu við að klára að græja hitt og þetta í tengslum við ferðina mína. Ætlaði að setja kóralög á ipod til að hafa með mér en get ekki "konverterað" forminu á lögunum úr PC vænu umhverfi yfir í Makka. Svo vantar kattasand og ég er heldur ekki búin að klára að pakka - en fyrst er það vinnan.

Engin ummæli: