miðvikudagur, 2. mars 2011

Vinna, ekki vinna, vinna, ekki vinna...?

Oh, ég er ennþá alltof slöpp og orðin alveg ferlega þreytt á sjálfri mér. Í gær vann jú Andri fyrir mig og í dag var ég í fríi og ætlaði að "safna kröftum" en það var bara ekkert að virka. Ég ráfaði milli herbergja og gat framkvæmt grunndvallar heimilisstörf s.s. að taka úr uppþvottavélinni og þvo gallabuxur, en þar fyrir utan er ég bara búin að vera eins og slytti. Ég treysti mér ekki á fund í Lundarskóla þar sem verið var að kynna framhaldsskólana fyrir tíundubekkingum, og ég treysti mér ekki á fund með ljósmyndaskvísunum í kvöld. Og eins og alltaf þegar ég er í þessum svaka veikindaköstum mínum þá fer ég að hafa áhyggjur af öllu - og ekki bætir það úr skák. Andri er búinn að bjóða mér að vinna fyrir mig á morgun og ég þarf að svara honum... en veit ekki hvað ég á að gera. Veit vel að ég er varla vinnuhæf, en finnst ég samt einhvern veginn að ég verði að standa mína plikt. Oh, ég er að verða brjáluð á þessu ástandi!

Engin ummæli: