laugardagur, 19. apríl 2008

Sé ekki alveg hvernig ég á að geta tekið því rólega í 6 daga enn...

Mér finnst ég vera orðin svo frísk að ég fer á fullt að gera hitt og þetta og gleymi að ég átti að taka því rólega. Vera prinsessa næsta hálfa mánuðinn sagði læknirinn. Ég finn orðið sama sem ekkert fyrir skurðsárinu en það var helst það sem hjálpaði mér að muna að fara varlega. Reyni samt að vera alltaf bein í baki og finn að ég þarf að passa vinstri fótinn - en ég held ég missi glóruna að vera hérna heima alla næstu vinnuviku líka. Er ekki alveg að takast að finna mér eitthvað gáfulegt að gera hér heima við sem krefst þess ekki að ég geti beygt mig eða setið í stól. Heppilegt samt að það skuli vera svona gott veður, þá kemst ég út að viðra mig án þess að hafa áhyggjur af því að lenda á hálkubletti og detta. Það er samt ótrúlega leiðinlegt að þurfa að horfa á aðra geta hluti sem eru venjulega í mínum verkahring (það er nú aðallega Valur hér heima við - og svo veit ég að það mæðir mikið á Sunnu í vinnunni). En sem sagt, ég þarf bara að þrauka 6 daga í viðbót, ég hlýt að geta það :-)

Engin ummæli: