föstudagur, 18. apríl 2008

Léttara yfir mér í dag

Ég er meira að segja búin að baka köku, norska skúffuköku sem heitir á orginalmálinu "surmelkkake". Uppskriftin er komin frá Marit sem var dagmamman hans Andra í Tromsö. Ég reyndi að gera hana aðeins "hollari" og notaði spelt og hrásykur í deigið. Einnig er í henni súrmjólk (eins og nafnið gefur til kynna), smjör, hellingur af kanil og natron. Kremið er hins vegar ekkert sérlega hollt, hálfur pakki af flórsykri, ein plata af suðusúkkulaði og 100 gr. af smjöri. Rosaleg sykurbomba.

Það vantaði súrmjólk í kökuna svo ég lét mig hafa það að rölta út í búð. Frá á fæti er ég nú ekki en ég komst báðar leiðir þrátt fyrir að vera orðin ansi lúin í vinstri fætinum þegar heim var komið. Ég finn að það er að koma meiri tilfinning í hann en samt vantar töluvert uppá kraftinn ennþá.

Nú vantar bara fólk í kaffi til að borða blessaða kökuna :-)

Engin ummæli: