mánudagur, 28. apríl 2008

Einhver leti í gangi í dag

Ég vaknaði með Ísaki í morgun en var eitthvað svo þreytt að ég lagði mig aftur. Það bíða heldur engin sérstök verkefni eftir mér þessa dagana svo það er fátt sem stoppar svona letiköst. Eiginlega var ég bara þreytt síðan í gær. Ég fór jú í sund og þar fyrir utan tvisvar út að ganga. Meira er nú þolið ekki. En talandi um verkefni... í augnablikinu stendur valið milli þess að taka úr uppþvottavélinni og laga aðeins til í eldhúsinu, vökva blómin, fara í sturtu, eða fara út að ganga.

Annars er mamma að koma norður í dag til að fara í jarðarför. Svo flýgur hún suður aftur á miðvikudaginn en á föstudaginn leggur hún aftur af stað í ferðalag, í það skiptið til Noregs. Sigurður sonur Önnu systur er að fara að fermast og ég á bókað sæti í þetta sama flug en kemst því miður ekki. Frekar fúlt eiginlega. Fyrst hélt ég nefnilega að ég kæmist ekki í ferminguna af því samkvæmt upphaflegri áætlun átti Glerártorg að opna 2. maí og fermingin er 3. maí. Svo þegar Glerártorgi var frestað varð ég voða glöð og pantaði flug til Noregs. En brjósklosið setti heldur betur strik í reikninginn og læknirinn sem skar mig upp sagði að Noregsferðin væri út úr myndinni. Enda er ég voðalega lítið farin að geta setið. Jamm og jæja, svona fór um sjóferð þá.

Engin ummæli: