Enn einn dýrðardagurinn hér í höfuðstað Norðurlands. Spáin var víst ekki svona góð en gott að hún skyldi ekki standast því hér er nýhafið Andrésar andar mót á skíðum og gaman fyrir krakkana að fá svona gott veður.
Við Valur röltum einn lítinn hring hérna í hverfinu í morgun og ég er nú öll að styrkjast þó mér finnist þetta ganga voðalega hægt. Í dag er kominn hálfur mánuður frá því ég fór í aðgerðina og þrátt fyrir að mér finnist hver og einn dagur óskaplega lengi að líða þá hefur þetta nú liðið býsna hratt. Vonandi verð ég orðin þokkalega spræk eftir mánuð þegar Pottar og prik opna á Glerártorgi :-)
P.S. Valur tók þessa mynd seinni partinn í júlí árið 2005 þegar við fórum einn kvöldrúnt til að taka myndir með Canon myndavélinni sem við höfðum þá nýlega keypt.
fimmtudagur, 24. apríl 2008
Gleðilegt sumar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli