sunnudagur, 13. apríl 2008

Einhverjir græða á ástandinu...

Get ekki sagt að ég sé neitt rosalega glöð með þetta nýfengna frelsistap mitt en geri mér samt grein fyrir því að ástandið gæti verið miklu verra. Held að erfiðasta áskorunin verði að halda geðheilsunni næstu vikurnar. Ég þreytist ennþá mjög fljótt við að standa og er ansi máttlaus í vinstri fætinum. Göngulagið er eins og hjá "Inspector Morse" ef einhver man eftir þeim ágæta sjónvarpslögreglumanni. Þannig að ég ligg mestanpartinn fyrir, ýmist í sófanum í stofunni, inni í rúmi eða niðri í sjónvarpsherbergi. En af því það er svo leiðinlegt að liggja bara og stara út í loftið er ég að reyna að lesa, vera í tölvunni eða horfa á sjónvarpið og það krefst þess að ég sé með hærra undir höfðinu - og nú er ég komin með hinn versta hálsríg af þeim sökum. En eins og fyrirsögn þessa pistils gefur til kynna þá eru ekki allir óánægðir með ástandið, kettirnir beinlínis elska að liggja hjá mér í sófanum :-)

Engin ummæli: