að liggja uppi í sófa með Weetos pakka sér við hlið og borða hverja lúkuna á fætur annarri uppúr pakkanum... Veit ekki alveg hvernig ég fékk þá hugdettu að taka pakkann með mér inn í stofu "in the first place". En það er nokkuð ljóst að þegar maður hefur eitthvað til að narta í svona alveg við hendina þá nartar maður! Sjálfsagt einhvers konar "tröstespising" í gangi án þess þó að það sé eitthvað sérstakt að angra mig. Líklega bara veðrið sem hefur þessi áhrif. Þó fór ég út að ganga um níuleytið í morgun, hitastigið var ca. ein gráða, það var norðanátt og smá éljagangur. Sá ég þá ekki karlmann vera að vinna í garðinum sínum niðri í Kotárgerði. Já, hann var nú aldeilis ekki að láta veðrið á sig fá heldur rakaði saman trjágreinum af miklum móð. Svona á þetta að vera!
En af því að ég er að tala um hluti sem ég mæli ekki með, þá mæli ég heldur ekki með því að lesa Flugdrekahlauparann þegar maður er í viðkvæmu skapi. Ég las bókina einn daginn sem ég var eitthvað miður mín yfir þessu bakveseni öllu saman og tárin streymdu því bókin var svo sorgleg, a.m.k. framan af. Og talandi um bækur þá er ég líka búin að lesa Ösku eftir Yrsu Sigurðardóttur og fannst það ágætis spennusaga. Gæti samt sett það helst útá hana að mér fannst aðalsöguhetjan (sem á ekki að vera nein súperhetja) vera gerð helst til "fattlaus" á köflum.
Held að ég láti þetta gott heita í bili, "see you".
Engin ummæli:
Skrifa ummæli