fimmtudagur, 31. mars 2011
Einu sinni skrifaði ég smásögur
Já einu sinni hafði ég einhverjar hugmyndir í kollinum um að mig langaði að verða rithöfundur. Mér finnst það nú eiginlega hafa verið í öðru lífi... en líklega er ekkert svo óskaplega langt síðan. Eða, æ ég veit það ekki, ætli þetta hafi ekki verið meðan ég bjó í Tromsö og svo í einhvern tíma eftir að við fluttum heim aftur. Ég fór á námskeið í skapandi skrifum þegar Ísak var ca. eins eða tveggja ára minnir mig og skrifaði nokkrar smásögur á þeim tíma. Á þessum tíma var ég undir áhrifum af smásögunum sem ég las í norsku vikublöðunum/tímaritunum. Ég hafði gaman af því að lesa sögur sem voru stuttar en í þeim var samt mikil saga og helst áttu þær að enda vel. Ég ætla að gamni mínu að birta hér eina sögu. Ég byrjaði að skrifa hana í Tromsö en kláraði hér á Íslandi einhverjum árum síðar. Kannski er hún svolítið barnaleg en ef einhvern langar að lesa sögu með "happy" endi, þá er hér tækifærið. Bara smella hér!
Jamm og jæja
Ég skrifaði póst til Lilleström helseklinikk í gær og ætlaði að panta tíma hjá þeim. Hafði áður verið í sambandi við þau og þá verið sagt að það væri 2ja-3ja mánaða biðtími. Fékk svo póst frá þeim í morgun þar sem í ljós kom, að svo mikil aðsókn er til þeirra að þau eru ekki að gefa fólki tíma eins og er. Ég var því bara sett á biðlista. Arg og garg. Smá spælingur í gangi hjá þeirri gömlu.
Hins vegar er afskaplega fallegt veður úti. Ég vann í bókhaldi hér heima milli kl. 8 og 10 og fer svo í vinnuna á Glerártorgi kl. 14. Nú er spurning um að drífa sig í sund eða eitthvað álíka.
Hins vegar er afskaplega fallegt veður úti. Ég vann í bókhaldi hér heima milli kl. 8 og 10 og fer svo í vinnuna á Glerártorgi kl. 14. Nú er spurning um að drífa sig í sund eða eitthvað álíka.
miðvikudagur, 30. mars 2011
Mamma og Bjarni
Ég var eitthvað að brasa í tölvunni í morgun og eiginlega alveg óvart þá fór ég að "importera" öllum gömlum myndum inn í nýja myndvinnsluforritið mitt. Það tók nú hellings tíma og ég ætlaði að reyna að stoppa ferlið í miðjum klíðum en það gekk ekki. Kosturinn er sá að núna á ég allar myndir á mjög aðgengilegu formi - og þá er auðvelt að skoða þær og jafnvel "finna aftur" myndir sem höfðu gleymst. Nú veit ég ekki hvort ég var búin að senda mömmu þessa mynd, en þetta er að sjálfsögðu hún ásamt Bjarna sonarsyni sínum. Myndin er tekin í fermingu Önnu systur hans, í Danmörku vorið 2008 (2009, samkvæmt leiðréttingu frá systur) ef ég man rétt. Myndgæðin eru nú ekkert sérstök því myndin er tekin á litla vasamyndavél við léleg skilyrði.
Gleðiæfingar frá Eddu Björgvins
Ég man ekki hvort ég minntist á það hér á síðunni, en ég fór á afskaplega skemmtilegan fyrirlestur hjá Eddu Björgvins um daginn. Hún fór létt með að skemmta okkur nokkrum konum eina kvöldstund, og talaði um mikilvægi húmors og gleði í daglegu lífi og í vinnunni. Hér er tengill á heimasíðu hennar, þar sem hún bendir á ýmsar leiðir til að upplifa gleði hér og nú.
þriðjudagur, 29. mars 2011
Þema dagsins er togstreita
Togstreitan á milli þess að vilja og geta. Vandamálið sem skapast þegar langanir fara ekki saman við líkamlega getu. Mig langar að vera í kór, en eins og ástandið er á mér þessa mánuðina, hef ég áttað mig á því að ég get það ekki. Þó ég sé þokkalega góð í einvern tíma og geti mætt á æfingar, þá er hundleiðinlegt að þurfa að melda forföll á tónleika, eða í aðrar ferðir með kórnum af því ég dett í slæmt gigtarkast (sem getur staðið í nokkra daga þegar verst er). Nú t.d. er kórinn að æfa fyrir landsmót íslenskra kvennakóra sem haldið verður á Selfossi í lok apríl. Ég var búin að skrá mig á mótið og greiða staðfestingargjald, en komst að því um helgina þegar ég treysti mér ekki einu sinni á kóræfingu, að það væri algjört bull að ætla sér að fara í þessa ferð. Og í framhaldi af því, þá er líklega algjört bull að ætla sér að halda áfram í kórnum.
Sama vandamál er uppi á teningnum varðandi vinnuna. Ég hef yfirleitt alltaf náð að standa mína plikt í vinnu þrátt fyrir þetta ástand, en nú hafa komið dagar sem ég hreinlega treysti mér ekki til að mæta í vinnuna. Þá er ég líka eiginlega bara fárveik. Það er ofboðslega erfitt að eiga samskipti við fólk og reyna að halda haus þegar maður stendur varla undir sjálfum sér. En svo sést auðvitað ekki utan á mér hvað ég er léleg, því það er ekki eins og ég sé með hendina í gifsi eða eitthvað álíka áþreifanlegt. En mig langar að vinna, mig langar að halda áfram með Potta og prik, og helst líka að sjá fyrirtækið vaxa og dafna.
Það að gefa kost á sér í nefndir og svoleiðis er verulega heimskulegt í mínu ástandi. Síðastliðið haust gaf ég kost á mér í kaffinefnd vegna árshátíðar Lundarskóla, en kaffisalan er fjármögnun fyrir útskriftarferð tíundubekkinga. Í gær var fundur í nefndinni. Í fyrsta lagi var ég svo slöpp þegar við hittumst að mér fannst ég alveg eins og kjáni. Í öðru lagi eru fjórar árshátíðarsýningar = fjórar kaffisölur, sem þýðir að í einni kaffisölunni ég þarf að vera "verkstjóri" yfir hinum foreldrunum sem vinna á sömu vakt og ég. Í þriðja lagi var ég svo rugluð að ég gaf kost á mér í árshátíðarvinnu þegar ég á að vera í alvöru vinnunni minni. Í fjórða lagi hef ég áhyggjur af því að ef ég verð í gigtarkasti þegar árshátíðin verður, þá muni ég ekki geta staðið mína vakt....
Já já svona er nú það. Nú þarf ég bara að reyna að finna út úr því hvernig ég get leyst þessi "vandamál" mín öll sömul, því togstreita leiðir jú bara af sér enn meiri streitu, sem gerir mér ekki gott.
Svo er ég að velta því fyrir mér hvort ég eigi að reyna að komast í endurhæfingu á Kristnesi, eða hvort ég eigi jafnvel að fara til Noregs, en þar er einkaklíník sem sérhæfir sig í meðferð fólks eins og mín. Sem aftur myndi kosta hellings pening, bæði í ferðir, rannsóknir og meðferð, en þar er þó verið að meðhöndla fólk, en ekki bara segja að það verði að læra að lifa með þessu ástandi. Endurhæfing ein og sér myndi kannski hjálpa mér að safna mér aðeins saman aftur, en hún tæki 6 vikur held ég og þá gæti ég reyndar ekki verið í vinnu á meðan. Meðferðin sem beitt er í Noregi er einstaklingsbundin, allt eftir því hvað kemur út úr blóðprufum og öðrum prufum hjá hverjum og einum, og margir versna í upphafi... en síðan verða margir frískari en þeir hafa verið í mörg ár.
Málið er með sjúkdómsgreiningu eins og vefjagigt að það getur verið ótal margt annað í gangi s.s. veiru- og bakteríusýkingar, þungmálmaeitranir, meltingarvandamál vegna mjólkur- eða glúteinóþols, hormónaójafnvægi ofl. ofl. en íslenskir læknar eru bara ekki að horfa á þessi "hliðarvandamál" sem geta valdið svo miklu verri líðan hjá fólki sem er veikt fyrir. Ég finn það nú líka bara með sjálfa mig, ég er farin að skrifa nánast öll mín (óeðlilegu) einkenni á vefjagigtina, enda kannski ekki skrítið þar sem hún ruglar svo svakalega margt í líkamsstarfseminni.
Og svona til að enda þennan pistil á skemmtilegri nótum þá koma hér tvær myndir frá árinu 1997, sem Valur var að skanna inn.
Sama vandamál er uppi á teningnum varðandi vinnuna. Ég hef yfirleitt alltaf náð að standa mína plikt í vinnu þrátt fyrir þetta ástand, en nú hafa komið dagar sem ég hreinlega treysti mér ekki til að mæta í vinnuna. Þá er ég líka eiginlega bara fárveik. Það er ofboðslega erfitt að eiga samskipti við fólk og reyna að halda haus þegar maður stendur varla undir sjálfum sér. En svo sést auðvitað ekki utan á mér hvað ég er léleg, því það er ekki eins og ég sé með hendina í gifsi eða eitthvað álíka áþreifanlegt. En mig langar að vinna, mig langar að halda áfram með Potta og prik, og helst líka að sjá fyrirtækið vaxa og dafna.
Það að gefa kost á sér í nefndir og svoleiðis er verulega heimskulegt í mínu ástandi. Síðastliðið haust gaf ég kost á mér í kaffinefnd vegna árshátíðar Lundarskóla, en kaffisalan er fjármögnun fyrir útskriftarferð tíundubekkinga. Í gær var fundur í nefndinni. Í fyrsta lagi var ég svo slöpp þegar við hittumst að mér fannst ég alveg eins og kjáni. Í öðru lagi eru fjórar árshátíðarsýningar = fjórar kaffisölur, sem þýðir að í einni kaffisölunni ég þarf að vera "verkstjóri" yfir hinum foreldrunum sem vinna á sömu vakt og ég. Í þriðja lagi var ég svo rugluð að ég gaf kost á mér í árshátíðarvinnu þegar ég á að vera í alvöru vinnunni minni. Í fjórða lagi hef ég áhyggjur af því að ef ég verð í gigtarkasti þegar árshátíðin verður, þá muni ég ekki geta staðið mína vakt....
Já já svona er nú það. Nú þarf ég bara að reyna að finna út úr því hvernig ég get leyst þessi "vandamál" mín öll sömul, því togstreita leiðir jú bara af sér enn meiri streitu, sem gerir mér ekki gott.
Svo er ég að velta því fyrir mér hvort ég eigi að reyna að komast í endurhæfingu á Kristnesi, eða hvort ég eigi jafnvel að fara til Noregs, en þar er einkaklíník sem sérhæfir sig í meðferð fólks eins og mín. Sem aftur myndi kosta hellings pening, bæði í ferðir, rannsóknir og meðferð, en þar er þó verið að meðhöndla fólk, en ekki bara segja að það verði að læra að lifa með þessu ástandi. Endurhæfing ein og sér myndi kannski hjálpa mér að safna mér aðeins saman aftur, en hún tæki 6 vikur held ég og þá gæti ég reyndar ekki verið í vinnu á meðan. Meðferðin sem beitt er í Noregi er einstaklingsbundin, allt eftir því hvað kemur út úr blóðprufum og öðrum prufum hjá hverjum og einum, og margir versna í upphafi... en síðan verða margir frískari en þeir hafa verið í mörg ár.
Málið er með sjúkdómsgreiningu eins og vefjagigt að það getur verið ótal margt annað í gangi s.s. veiru- og bakteríusýkingar, þungmálmaeitranir, meltingarvandamál vegna mjólkur- eða glúteinóþols, hormónaójafnvægi ofl. ofl. en íslenskir læknar eru bara ekki að horfa á þessi "hliðarvandamál" sem geta valdið svo miklu verri líðan hjá fólki sem er veikt fyrir. Ég finn það nú líka bara með sjálfa mig, ég er farin að skrifa nánast öll mín (óeðlilegu) einkenni á vefjagigtina, enda kannski ekki skrítið þar sem hún ruglar svo svakalega margt í líkamsstarfseminni.
Og svona til að enda þennan pistil á skemmtilegri nótum þá koma hér tvær myndir frá árinu 1997, sem Valur var að skanna inn.
mánudagur, 28. mars 2011
Merkilegt!
Ég hafði ekki velt samhenginu milli gigtarverkja og loftþrýstings neitt sérstaklega fyrir mér fyrr en ég byrjaði hjá sjúkranuddara sem talar mikið um þetta. Hún sér svo gríðarlegan mun á fólki, allt eftir því hvernig veðrið er. Í síðustu viku var ég t.d. hjá henni á miðvikudegi þann 23. og þá var ég ótrúlega góð í skrokknum. Svo góð að mér fannst allt í lagi að hafa nú aðeins lengra í næsta tíma heldur en venjulega. Í nótt hins vegar vaknaði ég kl. 5, alveg gjörsamlega undirlögð af verkjum. Leið eins og ég væri að fá svaðalega flensu, nema hvað öll hin einkennin vantaði. Ég ætlaði aldrei að geta sofnað aftur því mér gekk svo illa að finna stellingu sem mér leið vel í, en það hafðist nú fyrir rest.
Svo vaknaði ég rúmlega sjö og vakti Ísak um hálf átta og dröslaðist svo í sund um áttaleytið. Ég var alveg eins og gamalmenni þarna á sundlaugarbakkanum og synti bara sex ferðir. Gat ekki hugsað mér að fara í kalda sturtu eftir gufuna, þó ég hefði kannski einmitt haft gott af því. Nema hvað, þegar ég var nú búin að borða morgunmatinn fór ég að spá í þetta með loftþrýstinginn, þar sem veðrið í dag er fremur grátt og alls ekki eins fallegt og verið hefur. Fór á netið og fann upplýsingar frá sjálfvirkri veðurstöð hér á Akureyri - og niðurstaðan var nú eiginlega bara stórskondin. Hér má sjá loftþrýsting frá miðnætti í dag:
Svo vaknaði ég rúmlega sjö og vakti Ísak um hálf átta og dröslaðist svo í sund um áttaleytið. Ég var alveg eins og gamalmenni þarna á sundlaugarbakkanum og synti bara sex ferðir. Gat ekki hugsað mér að fara í kalda sturtu eftir gufuna, þó ég hefði kannski einmitt haft gott af því. Nema hvað, þegar ég var nú búin að borða morgunmatinn fór ég að spá í þetta með loftþrýstinginn, þar sem veðrið í dag er fremur grátt og alls ekki eins fallegt og verið hefur. Fór á netið og fann upplýsingar frá sjálfvirkri veðurstöð hér á Akureyri - og niðurstaðan var nú eiginlega bara stórskondin. Hér má sjá loftþrýsting frá miðnætti í dag:
Þarna á milli kl. 4 og 5 hefur loftþrýstingurinn verið í miklu lágmarki, alveg eins og skrokkurinn á mér sagði til um. Þegar ég var búin að komast að þessu ákvað ég að skoða síðustu viku, því þá var ég jú aðeins skárri til heilsunnar. Og viti menn, jú jú, var ekki loftþrýstingurinn hærri þarna um miðja vikuna, einmitt þegar ég var skást.
Nú veit ég að þessi fræði einskorðast ekkert við mig. Ein vinkona mín sem er með gigt segir að allir þeir sjúkraþjálfarar sem hún hefur verið hjá, hafi talað um þetta. Eins hefur mamma tekið eftir þessu og auðvitað ótal margir aðrir. Það er bara eitthvað svo sérstakt að geta staðfest þetta svona, bæði á eigin skrokki og líka með línuriti og alles ;)
En já, nú er Ísak búinn að sækja um framhaldsskóla fyrir næsta vetur. Hann ætlar á náttúrufræðibraut í MA eins og bæði eldri systkini hans. Það er nú eiginlega pínu skondið, því ekki höfum við foreldrarnir reynt að hafa áhrif á þetta val. Hins vegar hafa þau öll hæfileika til að læra raungreinar, og þá kemur þetta val jú líklega af sjálfu sér.
sunnudagur, 27. mars 2011
Náði að fylla aðeins á tankinn í nótt :)
Bara svona til að taka mesta broddinn af aumingjafærslunni frá í gær þá tilkynnist hér með að frúin er hressari í dag!
laugardagur, 26. mars 2011
Tómur tankur
Já það hlaut að koma að því. Ég er búin að vera ótrúlega hress þessa vikuna þrátt fyrir ferðalagið á mánudeginum en ég fann í gærmorgun að eitthvað var farið að halla undan fæti. Ef ég vakna t.d. með eyrnasuð þá er það yfirleitt merki um að ég er of þreytt.
Mér tókst samt að halda dampi í gær. Fór í sund, fór í vinnuna, fór í búðina, sótti Val á flugvöllinn og fór og borðaði sushi með konuklúbbnum mínum. Var komin heim fyrir átta og farin í háttinn um tíuleytið - en gat ekki sofnað. Stundum þegar of mikið áreiti hefur verið á mér þá næ ég ekki að slaka á, þrátt fyrir að hlusta á slökunartónlist. Við vorum líka að fá gesti í morgunkaffi og kannski hefur það stressað mig pínu upp þó það ætti ekki að gera það. Ég var jú búin að kaupa allt nema brauð og það gerði Valur í morgun. Eins var allt snyrtilegt og fínt í húsinu svo ekki þurfti að lyfta litla fingri í hreingerningarskyni. En já ég sem sagt sofnaði frekar seint og var vaknaði uppúr sjö, alveg eins og valtað hefði verið yfir mig. Undirlögð í skrokknum og óendanlega þreytt.
Það er áskorun að taka á móti fólki þegar ástandið er svona á manni, en ég reyndi mitt besta til að halda haus. Það gekk svona bærilega framan af en svo í lokin var ég orðin alveg kúguppgefin. Að drepast úr höfuðverk og allt hljóð margfaldaðist í styrkleika í eyrunum á mér, svo mér leið eins og verið væri að berja innan í tóma tunnu. Sem var mjög leiðinlegt þar sem gestirnir sem um ræðir eru góðir vinir okkar og það var virkilega gaman að fá þau. Ekki er gott að vita hvenær við hittumst næst því þau eru að flytja langt frá Íslandi og munu ekki verða mikið hér heima næstu árin, ef allt fer sem horfir.
Eins og alltaf þegar ég hef átt nokkuð góðan tíma þá dett ég niður í svartsýni og neikvæðni þegar raunveruleikinn nær í skottið á mér. Ætli sé ekki bara best að hætta þessu væli og hvíla sig og sjá hvort ég næ ekki að safna mér eitthvað saman.
Mér tókst samt að halda dampi í gær. Fór í sund, fór í vinnuna, fór í búðina, sótti Val á flugvöllinn og fór og borðaði sushi með konuklúbbnum mínum. Var komin heim fyrir átta og farin í háttinn um tíuleytið - en gat ekki sofnað. Stundum þegar of mikið áreiti hefur verið á mér þá næ ég ekki að slaka á, þrátt fyrir að hlusta á slökunartónlist. Við vorum líka að fá gesti í morgunkaffi og kannski hefur það stressað mig pínu upp þó það ætti ekki að gera það. Ég var jú búin að kaupa allt nema brauð og það gerði Valur í morgun. Eins var allt snyrtilegt og fínt í húsinu svo ekki þurfti að lyfta litla fingri í hreingerningarskyni. En já ég sem sagt sofnaði frekar seint og var vaknaði uppúr sjö, alveg eins og valtað hefði verið yfir mig. Undirlögð í skrokknum og óendanlega þreytt.
Það er áskorun að taka á móti fólki þegar ástandið er svona á manni, en ég reyndi mitt besta til að halda haus. Það gekk svona bærilega framan af en svo í lokin var ég orðin alveg kúguppgefin. Að drepast úr höfuðverk og allt hljóð margfaldaðist í styrkleika í eyrunum á mér, svo mér leið eins og verið væri að berja innan í tóma tunnu. Sem var mjög leiðinlegt þar sem gestirnir sem um ræðir eru góðir vinir okkar og það var virkilega gaman að fá þau. Ekki er gott að vita hvenær við hittumst næst því þau eru að flytja langt frá Íslandi og munu ekki verða mikið hér heima næstu árin, ef allt fer sem horfir.
Eins og alltaf þegar ég hef átt nokkuð góðan tíma þá dett ég niður í svartsýni og neikvæðni þegar raunveruleikinn nær í skottið á mér. Ætli sé ekki bara best að hætta þessu væli og hvíla sig og sjá hvort ég næ ekki að safna mér eitthvað saman.
fimmtudagur, 24. mars 2011
þriðjudagur, 22. mars 2011
Vaknaði kl. 5.30 í morgun
Síðustu nótt vaknaði ég kl. 3.30 að íslenskum tíma því þá var ég að fara í flug en ég skil engan veginn af hverju ég vaknaði svona snemma í dag.
En hér kemur MJÖG löng og ítarleg ferðasaga... Ágætt að lesa bara með hléum :-)
Þriðjudagur 15. mars
Flaug suður, eftir smá seinkun. Flugið tók klukkutíma og tuttugu mínútur, og er þar með það lengsta sem ég hef flogið milli Akureyrar og Reykjavíkur. Vegna seinkunarinnar missti ég af rútunni til Keflavíkur kl. 18 og þar sem næsta rúta fór ekki fyrr en kl. 21 þurfti ég að komast einhvers staðar í hús á meðan. Guðjón bróðir Vals, og Edda konan hans skutu yfir mig skjólshúsi og ekki bara það, heldur fékk ég þessa fínu lambasteik hjá þeim líka. Hrund og Sævar voru í mat með litla Guðjón Atla sem er aldeilis flottur og fjörugur strákur. Já og Katrín Heiða, yngri dóttirin. Það er gaman að segja frá því að Guðjón og Edda eru nýflutt í íbúð sem foreldrar Vals áttu á árum áður. Íbúðin er í raðhúsi í Fossvoginum og allt er óbreytt að utan - en að innan hefur gjörsamlega öllu verið breytt. Svo skutlaði Guðjón mér á BSÍ og þaðan tók ég rútuna til Keflavíkur. Eða réttara sagt að hringtorgi við Innri Njarðvík, þar stoppaði bílstjórinn fyrir mig og Ásgrímur maðurinn hennar mömmu beið eftir mér og keyrði mig heim til þeirra. Það er alltaf gaman að koma til þeirra en bara svo alltof sjaldan sem ég er á ferðinni sunnan heiða.
Miðvikudagur 16. mars
Ég þorði ekki annað en vakna kl. 7.30 til að hringja heim í Ísak og vekja hann í skólann. Þá var hann nú sjálfur vaknaður en ég sofnaði lítið eftir það. Samt var þetta ótrúlega þægilegur tími til að ferðast á því vélin til Oslóar fór ekki fyrr en 12.40. Mamma og Ásgrímur óku mér uppá flugvöll og þar var ég á vafri í tvo tíma í hinum mestu rólegheitum, því það voru svo fáir í flugstöðinni. Það eina sem truflaði var ótrúlega hvimleiður hávaði í einhverjum slípivélum, því það var verið að pússa upp gegnheilt parkett þarna á miðsvæðinu og hávaðinn glumdi í öllu. Ég hafði verið búin að ákveða að láta mæla hjá mér sjónina því gleraugun mín eru keypt þarna og mér finnst ég vera farin að sjá svo miklu verr undanfarið. Það kom líka í ljós að ég þurfti sterkari gler og því var reddað á korteri. Mjög þægilegt að geta klárað þetta þarna.
Flugið til Oslóar tók rétt tæpa þrjá tíma og svo beið ég í Osló í ca. tvo tíma minnir mig. Flugið til Tromsö tók svo tæpa tvo tíma, þannig að það er talsverður spotti þarna uppeftir. Ég var nú orðin ansi framlág þegar ég kom loks í hús hjá eiginmanninum en þá var klukkan að verða níu að norskum tíma. Eiginlega var ég bara alveg stjörf af þreytu, en hresstist aðeins við að fá spælt egg og "pytt i panne" sem Valur reiddi fram handa mér.
Fimmtudagur 17. mars
Valur fór í vinnu en ég steinsvaf áfram alveg til að verða tíu. Þá lufsaðist ég á fætur og fannst ég endilega verða að gera eitthvað gáfulegt við tímann. Svo ég dreif mig með strætó í bæinn og rölti þar aðeins um. Það var nú einhver óraunveruleikatilfinning yfir mér og þó flest væri eins og áður þá var líka ýmislegt breytt, og hvort sem það var þreytan eftir ferðalagið eða eitthvað annað, þá fannst mér svo skrítið að vera þarna. Það var búið að byggja glænýtt ráðhús og eins er búið að breyta gamla bíóinu (Fokus kino) í bókasafn. Öðru og enn eldra bíói (sem hét Verdensteatret) þar sem ég hafði stundum verið á fyrirlestrum í sálfræðinni, var búið að breyta í kaffihús. Ég reyndar fór ekki á marga fyrirlestra þar, því fyrirlesarinn var finnskur og talaði sænsku með svo gríðarlegum finnskum áherslum að ég skildi nánast ekki stakt orð af því sem hann sagði. Svo ég hætti nú bara að mæta á fyrirlestrana og las sjálf heima í staðinn.
Hm, nú er ég að átta mig á því að ég var auðvitað búin að skrifa um fimmtudaginn, svo ég læt gott heita með hann.
Föstudagur 18. mars
Já ég tók sem sagt strætó í áttina að flugvellinum og kíkti aðeins inn í Jekta storsenter, áður en ég fór og sótti bílaleigubílinn. Þetta var fínn bíll, Suzuki smábíll en samt með fjórhjóladrifi og á negldum dekkjum í bak og fyrir. Mér fannst ég hins vegar allt í einu ekki rata neitt þegar ég var komin undir stýri ... sem auðvitað var vitleysa. Málið er að ég reyndi að keyra sömu leið til baka og ég hafði komið með strætónum, en þá hafði hann ekið leið sem að hluta til er lokuð fyrir öðrum en strætisvögnum og leigubílum, svo það var ekki nema von að ég lenti í vandræðum. Ég fann nú alveg aðra leið tilbaka, bara mun lengri, en ók þá meðal annars götu sem við keyrðum oft þegar við bjuggum í Tromsö, og það var búið að byggja svo mikið af nýjum húsum og þó ég væri á stað sem ég þekkti þá fannst mér allt eitthvað svo öðruvísi. Og ég áttaði mig á því að ég var komin í "þreytu-breakdown" svo ég dreif mig bara heim.
Um það leyti sem Valur var búinn að vinna ætlaði ég að kíkja á háskólasvæðið og ganga þar aðeins um garða. Ég hins vegar komst fljótt að því að það var bannað að leggja nánast alls staðar nema vera með tilþessgert bílastæðakort og eftir að hafa ekið þarna um í smástund og liðið eins og rottu í völundarhúsi (mátti hvergi leggja + sumar götur lokaðar fyrir umferð + búið að byggja alveg heilan helling af nýjum húsum frá því ég var þarna síðast), þá sótti ég Val og við fórum heim og fengum okkur kaffi.
Síðan fórum við aftur út og ég gerði nýja tilraun til að keyra um eyjuna. Í þetta sinn var enginn sérstakur áfangastaður, heldur átti bara að rúnta um og skoða fornar slóðir. Það gekk mun betur, þrátt fyrir að vera í umferðinni á annatíma, eða á föstudagseftirmiðdegi þegar fólk var að hætta í vinnu og versla inn fyrir helgina o.s.frv. Við ókum upp á Elverhøy þar sem við áttum heima en fórum reyndar ekki að blokkinni sjálfri, heldur bara að búðinni. Svo fórum við að Åsgård sykehus, en það er geðsjúkrahús og þar vann ég sem sjúkraliði í hlutastarfi veturinn ´93-´94 ef ég man rétt. Mig minnti endilega að húsið sjálft hefði verið rautt á litinn en það er núna einhvern veginn ljósbleikfjólublátt.
Við ókum líka leiðina að húsi Maritar dagmömmunnar hans Andra, en það hús var hins vegar alveg óbreytt. Ég reyndi að finna Marit í símaskrá en annað hvort er hún komin á elliheimili, flutt frá Tromsö eða eitthvað, því mér tókst ekki að finna hana. Svo fórum við á hinn enda eyjarinnar, að nýlegu hverfi sem heitir Hamna og ókum áfram fyrir endann. Þá fórum við meðal annars framjá Tromsö ridesenter og það rifjaðist upp fyrir mér að Heidi vinkona Hrefnu hafði verið á hestanámskeiði og Hrefna fór ábyggilega með henni í eitt skipti, því ég keyrði þær þangað. Nema ég hafi bara verið að skutla Heidi, sem mér finnst samt ólíklegt... svona er nú minnið mitt óáreiðanlegt.
Um kvöldið fórum við á veitingastað sem heitir Emmas Under og á að vera ægilega fínn. Á efri hæðinni er Emmas drømmekjøkken. Þetta er sami staðurinn, sama eldhúsið og sami matseðillinn, en innréttingarnar eru víst flottari á efri hæðinni. Maturinn byrjaði mjög vel, við fengum lystauka í boði hússins og svo var forrétturinn mjög góður, aðalrétturinn fínn (norskt lambakjöt) en ekkert slær íslenska lambakjötinu við... og eftirrétturinn alltof dísætur fyrir okkar smekk.
Laugardagur 19. mars.
Við höfðum verið búin að ákveða að fara eitthvað út úr bænum þennan dag, þar sem Valur var í fríi. Ferð út á Sommarøy varð fyrir valinu, en þangað fórum við með Gunnu og Matta eitt sumarið sem við bjuggum í Tromsö og þau heimsóttu okkur. Er þá fyrst farið yfir á Kvaløya, en það er eyja sem tengd er við Tromsö með brú. Byggðin þar er hluti af bæjarfélaginu í Tromsö. Það var óskaplega fallegt veður, sól og blíða, og mörg myndefni en afskaplega erfitt að stoppa til að taka myndir því vegurinn var svo þröngur og mikil umferð. Norskir vegir eru mjög þröngir, það er nú bara þannig. Ég áttaði mig á því hvílíkur lúxus það er fyrir áhugaljósmyndara að búa á Íslandi, þar sem er nánast alltaf hægt að aka út í kant ef maður sér áhugavert myndefni. Eftir því sem við fjarlægðumst byggðina var minni umferð og auðveldara að stoppa ef áhugi var á. Ég flaug nú á hausinn í einu stoppinu, fótunum var algjörlega kippt undan mér, og var heppin að meiða mig ekki.
Í annað sinn ákváðum við að stoppa hjá safni af gömlum húsum og þá þurfti að finna bílastæði. Þegar Valur ætlaði að leggja úti í kanti, benti ég honum á hvort ekki væri betra að hafa bílinn örlítið innar og aftar til að vera ekki fyrir innkeyrslunni að íbúðarhúsi sem þarna var. Hann gerði eins og ég sagði, með þeim afleiðingum að við festum bílinn. Þennan dag var nefnilega hláka og blettur sem leit út fyrir að vera frosinn, var það ekki, svo hægra framhjólið bara hlunkaðist beint niður í gegnum snjóinn, eins og ofan í gat. Vinstra afturhjólið aftur á móti lyftist frá götunni, svo þetta var nú frekar skondið, þó okkur væri ekki hlátur í hug. Við vorum hins vegar svo lánsöm að fyrsti bílstjórinn sem átti leið hjá, stoppaði þegar Valur veifaði í hann, og von bráðar stoppaði annar bíll. Það var nú smá spurning hvernig ætti að fara að þessu, því ekki þótti okkur hættandi á að lyfta undir plast-stuðarann að framan, og enginn var með kaðal til að kippa í bílinn að aftan. Eftir smá japl jaml og fuður kom sú hugmynd upp að þyngja bílinn að aftan og athuga hvort það væri nóg til þess að hann næði gripi og hægt væri að bakka uppúr holunni. Valur fór ofan í skottið, ein kona settist í aftursætið vinstra megin og annar maður settist líka aftast á skottið. Ég fór inn í bílinn og viti menn, það gekk eins og í sögu að bakka honum uppá veginn aftur. Þetta var mjög ánægjulegt svo ekki sé meira sagt. Mikið sem það er nú gott að hitta á hjálpsamt fólk.
Við tókum nokkrar myndir af gömlu húsunum og héldum svo áfram. Þegar hér var komið sögu var veðrið farið að versna, skýjabakkar hrönnuðust upp og það var farið að blása en við héldum ótrauð áfram. Sem þýddi það að loks þegar við komum út á Sommarøy var veðrið frekar leiðinlegt til að byrja með. Ég var svo heppin að það var opin sjoppa/veitingahús og ég gat keypt mér heitt te og svo borðuðum við nestið okkar í bílnum. Ókum svo aðeins um eyjuna og allt í einu glitti í bláan himinn að nýju. Það gerir svo ótrúlega mikið fyrir sálina að sjá aðeins til sólar og ekki er síðra að fá skemmtilega lýsingu þegar verið er að taka myndir. Nánast áföst við Sommarøy er Hillisøy, og þar gengum við út á smá nes eða odda á eyjunni. Kalt var það en fallegt. Ég var í lopapeysu, dúnúlpu og hlífðarbuxum, með húfu og vettlinga, en mikið var mér samt kalt. Fegurðin þarna var samt alveg dásamleg. Það var mikið berjalyng og enginn snjór yfir því á parti. Þrátt fyrir kuldann ilmaði lyngið eins og á fallegu hausti. Brimið skall á steinunum/klettunum í fjörunni og í fjarska mátti sjá snarbrattan klett sem þakinn var snjó að hluta.
Eftir smá stund hvarf sólin aftur, himininn varð grár og það byrjaði að snjóa aðeins. Þá var kominn tími til að snúa heim á leið, sem við og gerðum. Við ókum reyndar aðra leið tilbaka en sú var ekki jafn falleg og hin leiðin, en mun styttri og ótrúlegt en satt, breiðari vegur sem þægilegra var að keyra.
Um sexleytið fórum við svo í bæinn til að fá okkur að borða og varð Pastafabrikken fyrir valinu. Þar fengum við þessa frábæru súpu með bláskel. Hún var sterk og góð og akkúrat það sem mann vantar eftir að hafa verið úti í kulda og trekki.
Sunnudagur 20. mars
Frúin var nú ansi lúin eftir ferðalag gærdagsins, svo það var ekki mikið gert á sunnudeginum. Ekki var hægt að eyða deginum í verslunarmiðstöðvum, því Norðmenn eru svo skynsamir að hafa allar verslanir lokaðar á sunnudögum. Ég væri alveg til í að hafa sama system hér á landi. En um tólfleytið fórum við samt á stúfana og kíktum á listasafn. Þar var ljósmyndasýning eftir norskan ljósmyndara og sýning með vídeóverkum eftir Sigurð Guðjónsson, og fyndin tilviljun að það skyldi einmitt vera Íslendingur með sýningu þar. Eftir safnið ætluðum við að fara í ljósmyndarúnt um eyjuna. Þemað átti að vera að taka myndir af öllum gömlu stöðunum sem höfðu verið hluti af lífi okkar þennan tíma sem við bjuggum þar. Svo sem blokkinni okkar, búðinni sem við versluðum í, vídeoleigunni þar sem laugardagsnammið var oftast keypt o.s.frv. En þegar hér var komið sögu fór að hellirigna og einnig var komið alveg brjálað rok, svo ekkert varð úr ljósmyndatúrnum. Í staðinn fórum við bara heim í hús og lögðumst undir feld, eða svo gott sem. Dagurinn fór í sjónvarpsgláp, tölvugláp og blaða- og tímaritalestur. Valur eldaði svo kvöldmat og síðan fórum við og fylltum bensín á bílaleigubílinn. Ég hafð ætlað að fara snemma að sofa en það varð nú ekki fyrr en um hálf ellefu/ellefu sem ég sofnaði.
Mánudagur 21. mars
Ég vaknaði klukkan hálf fimm og gat ekki sofnað aftur. Fór á fætur rétt fyrir fimm og fór í sturtu og fékk mér morgunmat. Um hálf sex ók ég svo á flugvöllinn og byrjaði á því að skila bílaleigubílnum. Ég ætlaði nú reyndar varla að komast af bílastæðinu vegna hálku, spólaði bara á fínu kuldaskónum mínum, en þeir eru sérlega hálir. Svo tékkaði ég mig inn og lenti á alveg skelfilega morgunfúlum manni, en ég áttaði mig reyndar á því eftirá að ég hafði farið í vitlausa röð. Fór í röðina sem er ætluð þeim sem eru búnir að tékka sig inn sjálfir og þurfa bara að skila töskunum... Maðurinn var samt ekkert að segja mér það, en mikið sem hann var samt leiðinlegur. Í vopnaleitinni lenti ég svo í líkamsleit. Það hefur aldrei gerst áður og ég var mikið að spá í hvort það væri vegna klæðaburðar. Það er að segja, ég var ekki í "fínum" fötum eins og yfirleitt í flugi, heldur lopapeysu, gallabuxum, fjallgönguskóm og með bakpoka. En þegar ég var loks komin þarna í gegn þá fattaði ég að ég hafði gleymt að skila lyklinum að bílaleigubílnum. Þurfti að fara niður með lykilinn og aftur í gegnum vopnaleitina. Þá var komin þvílík biðröð þar fyrir framan og ég óttaðist að missa af vélinni ef ég færi samviskusamlega í biðröðina, svo ég laumaðist fram fyrir - og komst í þetta sinn óáreitt í gegnum vopnaleitina. En þá sá ég líka að þeir voru að taka fleira fólk í líkamsleit, og meira að segja konur sem voru snyrtilega klæddar, þannig að ég hefði ekki þurft að vera svona fordómafull...
Flugið til Oslóar gekk eins og í sögu og mér tókst að sofa hluta leiðarinnar. Ég skil reyndar ekki alveg að við fengum ókeypis morgunmat, en þegar ég flaug til Tromsö var bara í boði að kaupa eitthvað ef maður var svangur. Í Osló gat ég bara gengið beinustu leið að utanlandsflugsvæðinu og þurfti ekki að fara aftur í gegnum vopnaleit, þannig að það var nú ágætt. Svo keypti ég mér mat áður en ég fór í flugið, til að þurfa ekki að kaupa vondar samlokur þar. Það var bara nokkuð góður leikur hjá mér, því ég fékk mér egg, beikon, baunir og ávaxtahristing, og var lengi södd af þeim mat.
Mér tókst líka að sofa hluta heimleiðarinnar en eftir að ég vaknaði fór ég samt í algjört þreytukast og leið mjög illa á tímabili. Tók verkjatöflu og fékk mér vel að drekka og ástandið skánaði. Þegar við lentum í Keflavík fór ég að velta því fyrir mér hvort ég myndi ná fyrra flugi heim, en ég átti pantað kl. 16 norður og fannst svolítið mikið að þurfa að bíða í tvo tíma á Reykjavíkurflugvelli. Samt hafði ég ekki þorað að panta með fluginu kl. 14 því ef einhver seinkun hefði verið á fluginu frá Noregi hefði ég misst af því flugi. Það tekur líka alltaf tímann sinn þegar ferðast er með flugrútunni frá Keflavík, því hún fer stundum ekki af stað fyrr en klukkutíma eftir að vélin lendir. Það var reyndar tæpur klukkutími í þetta sinn og við vorum komin inn til Reykjavíkur kl. 13.30. Þá þurfti ég að bíða aðeins eftir öðrum bíl sem ók farþegum á hótel og mér upp á flugvöll. Þangað var ég komin 13.50 og ákvað að athuga hvort laust væri með vélinni norður. Ég var svo heppin að það var laust, svo ég spanderaði á mig breytingargjaldi, og rauk svo beint út í vél. Enda var það alveg dásamlegt að vera komin heim um þrjúleytið og geta slappað af það sem eftir lifði dags.
föstudagur, 18. mars 2011
Skrítið að koma aftur á fornar slóðir
Það var að minnsta kosti fyrsta upplifunin í gærmorgun, þegar ég tók strætó í bæinn og rölti aðeins um. Þó að ég þekkti hin ýmsu kennileiti þá fannst mér alveg stórundarleg tilhugsun að ég hefði búið hér í þrjú og hálft ár. Fannst eins og það hefði verið í einhverju allt öðru lífi. Það var nú kannski ekki alveg að marka heldur, því ég var svo þreytt eftir ferðalagið, að ég var langt frá því að vera uppá mitt besta. En já, eftir því sem ég rölti lengur um og var búin að fá mér að borða (salat og vatn fyrir rúmar 2 þús. ísl. krónur) þá fór nú ástandið aðeins skánandi. Og eins furðulega og það kannski hljómar þá fannst mér það alveg nauðsynlegt að leita uppi þær verslanir í miðbænum, sem ég hafði farið í meðan við bjuggum hér og voru enn starfandi. Þá fór ég einhvern veginn að skynja þetta betur. Svo gekk ég niður að sjó, en einn veturinn var ég með lesaðstöðu uppi á fjórðu hæði í húsi við sjóinn, með útsýni yfir Tromsöbrua og Ishavskatedralen/kirkjuna (sem eru hvorutveggja klassísk kennileiti staðarins). Ég kíkti líka í fyrrverandi bíóið þar sem ég hafði verið á fyrirlestrum í sálfræðinni en bíóið er nú orðið bókasafn. Og smátt og smátt rifjaðist meira upp fyrir mér. Ég entist nú samt ekki lengi í þessum túr, varð fljótt lúin og tók strætó tilbaka heim í hús.
Íbúðin sem Valur er með hérna er í stærðar fjölbýlishúsi og frekar svona gettólegu, en samt alveg OK. Það vantaði nú ofn í svefnherbergið þegar hann kom, og þegar hann settist í gamla norska furusófann, brotnaði hann... sem var kannski lán í óláni því þá fékk hann glænýjan þægindastól með skammeli, og tveggja sæta sófa í staðinn.
Við Valur fórum svo aftur í bæinn seinni partinn í gær. Hann keypti sér mannbrodda því það er þvílík hálka hér núna (hnausþykkir svellbunkar um allt og lítið sandað). Í dag er nú svo búið að snjóa yfir hálkuna, svo ástandið er ábyggilega orðið enn verra en í gær og átti ég þá sjálf alveg nógu erfitt með að fóta mig hér fyrir utan - ég hefði betur keypt mér mannbrodda líka... En já svo gengum við um miðbæinn og héldum áfram að rifja upp þetta og hitt. Bæði hús/fyrirtæki sem eru farin og eins þau sem eru hér enn, 16 árum síðar. Það var nú ansi napurt úti, þrátt fyrir plúsgráður á mælinum og sunnanvind. Svo gekk okkur ekkert sérlega vel að finna stað til að borða á, en það hafðist fyrir rest. Síðan var það strætó heim aftur (fjórar strætóferðir hjá mér í dag = 1.600 ísl. krónur) og svo tókum við því bara rólega í gærkvöldi.
Nú er ég búin að panta bílaleigubíl, svo við getum hreyft okkur meira um en hins vegar er veðrið ekki mjög spennandi til útsýnis-aksturs. Það er lágskýjað/þoka og allt grátt. Samt hvorki snjókoma né rigning, svo það er nú ágætt. Ég ætla sem sagt að taka strætó langleiðina út á flugvöll en þar er bílaleigan. Valur er að vinna í dag. Ætli ég kíki ekki aðeins í búðir á meða hann er að vinna... Samt er ég sem sagt á verðlags-sjokk-stiginu og sé bara hvað allt er dýrt (miðað við gengi íslensku krónunnar), og því er ekki mikil hætta á að ég versli mikið. Vissar fataverslanir s.s. H&M, KappAhl, Lindex ofl. eru nú samt alveg í lagi, já og mér sýndist vera hægt að fá sæmilega ódýr föt í Vero Moda líka.
En jæja, ætli sé ekki best að koma sér í sturtu ef ég ætla að ná strætónum sem fer eftir hálftíma...
Íbúðin sem Valur er með hérna er í stærðar fjölbýlishúsi og frekar svona gettólegu, en samt alveg OK. Það vantaði nú ofn í svefnherbergið þegar hann kom, og þegar hann settist í gamla norska furusófann, brotnaði hann... sem var kannski lán í óláni því þá fékk hann glænýjan þægindastól með skammeli, og tveggja sæta sófa í staðinn.
Við Valur fórum svo aftur í bæinn seinni partinn í gær. Hann keypti sér mannbrodda því það er þvílík hálka hér núna (hnausþykkir svellbunkar um allt og lítið sandað). Í dag er nú svo búið að snjóa yfir hálkuna, svo ástandið er ábyggilega orðið enn verra en í gær og átti ég þá sjálf alveg nógu erfitt með að fóta mig hér fyrir utan - ég hefði betur keypt mér mannbrodda líka... En já svo gengum við um miðbæinn og héldum áfram að rifja upp þetta og hitt. Bæði hús/fyrirtæki sem eru farin og eins þau sem eru hér enn, 16 árum síðar. Það var nú ansi napurt úti, þrátt fyrir plúsgráður á mælinum og sunnanvind. Svo gekk okkur ekkert sérlega vel að finna stað til að borða á, en það hafðist fyrir rest. Síðan var það strætó heim aftur (fjórar strætóferðir hjá mér í dag = 1.600 ísl. krónur) og svo tókum við því bara rólega í gærkvöldi.
Nú er ég búin að panta bílaleigubíl, svo við getum hreyft okkur meira um en hins vegar er veðrið ekki mjög spennandi til útsýnis-aksturs. Það er lágskýjað/þoka og allt grátt. Samt hvorki snjókoma né rigning, svo það er nú ágætt. Ég ætla sem sagt að taka strætó langleiðina út á flugvöll en þar er bílaleigan. Valur er að vinna í dag. Ætli ég kíki ekki aðeins í búðir á meða hann er að vinna... Samt er ég sem sagt á verðlags-sjokk-stiginu og sé bara hvað allt er dýrt (miðað við gengi íslensku krónunnar), og því er ekki mikil hætta á að ég versli mikið. Vissar fataverslanir s.s. H&M, KappAhl, Lindex ofl. eru nú samt alveg í lagi, já og mér sýndist vera hægt að fá sæmilega ódýr föt í Vero Moda líka.
En jæja, ætli sé ekki best að koma sér í sturtu ef ég ætla að ná strætónum sem fer eftir hálftíma...
þriðjudagur, 15. mars 2011
So far so good
Þeir eru byrjaðir að fljúga, svo þetta lofar að minnsta kosti góðu enn sem komið er. Ég hitti mann í morgun sem virtist alveg úttaugaður, svo ég fór að spjalla við hann til að reyna að hressa hann aðeins við. Kom þá í ljós að kona að sunnan hafði verið gestkomandi hjá honum og konu hans yfir helgina, en þegar sú sunnlenska komst ekki í flug á réttum tíma fór streitan heldur betur að segja til sín. Hafði hún áhyggjur af því að missa vinnuna ef hún yrði lengi veðurteppt hér norðan heiða og gærdagurinn hafði víst verið býsna erfiður. Morguninn toppaði þó allt, því þá hafði gesturinn viljað komast suður og það strax, og átti viðmælandi minn að finna út úr því hvernig hún kæmist með rútu suður. Hann hafði ekki hugmynd um það hvað rútufyrirtækið heitir sem keyrir hér á milli, né hvar það er til húsa. Rámaði í að það væri niðri á eyri og fór af stað með gestinn í bílnum. Stuttu síðar hringir konan hans með þær upplýsingar að rútan fari klukkan hálf níu og þau þurfi að flýta sér. Eftir að hafa fengið upplýsingar um það hvert halda skyldi, ók hann með konuna á réttan stað og hún nánast hljóp út úr bílnum. Lá henni svo mikið á, að hún steingleymdi að kveðja hann. Já svona getur stressið farið með fólk!
Jæja kemst ég suður og út, eða hvað?
Það er alltaf dálítið spennandi þegar maður er að ferðast að vetrarlagi hér á Íslandi... Nú á ég pantað suður kl. 5 í dag og til Noregs á morgun, en ekki hefur enn verið flogið innanlands. Ég hringdi áðan í flugfélagið og sá sem ég talaði við var voða bjartsýnn á að þeir færu að fljúga fjlótlega uppúr hádeginu. Vonandi hefur hann rétt fyrir sér :-)
En já, ég má eiginlega ekkert vera að því að blogga núna. Er að fara í vinnuna og á eftir að gera mér grænmetishristing og helst að tína til eitthvað annað nesti líka. Svo er ég á fullu við að klára að græja hitt og þetta í tengslum við ferðina mína. Ætlaði að setja kóralög á ipod til að hafa með mér en get ekki "konverterað" forminu á lögunum úr PC vænu umhverfi yfir í Makka. Svo vantar kattasand og ég er heldur ekki búin að klára að pakka - en fyrst er það vinnan.
En já, ég má eiginlega ekkert vera að því að blogga núna. Er að fara í vinnuna og á eftir að gera mér grænmetishristing og helst að tína til eitthvað annað nesti líka. Svo er ég á fullu við að klára að græja hitt og þetta í tengslum við ferðina mína. Ætlaði að setja kóralög á ipod til að hafa með mér en get ekki "konverterað" forminu á lögunum úr PC vænu umhverfi yfir í Makka. Svo vantar kattasand og ég er heldur ekki búin að klára að pakka - en fyrst er það vinnan.
sunnudagur, 13. mars 2011
Ljósmyndaklúbburinn minn
Reyndar vantar einhverjar. En já, ég sé að ég þarf að eitthvað að endurskoða þennan jakka minn, það lítur út fyrir að ég sé annað hvort með ægilega framstæða vömb - eða þá ólétt! Og þrátt fyrir að maginn á mér sé nú alls ekki innfallinn, þá er hann nú ekki svona stór...
Og já ljósmyndarinn er kallaður Gulli og er maður Helgu Heimis, en hún er önnur frá vinstri á myndinni.
laugardagur, 12. mars 2011
Átti góðan dag í gær
og ástæðan fyrir því að ég er að nefna það hér, er auðvitað sú að það er fréttnæmt! Einn dagur þar sem mér líður eins og ég sé nánast "eðlileg". Síðast átti ég góðan dag þann 26. janúar, svo það er nú um að gera að fagna þessum hvítu hröfnum. Það var nú samt frekar fyndið, ég var að vinna fyrripart og vaknaði klukkan sjö, þrátt fyrir að hafa farið seint að sofa.
Ástæðan fyrir því að ég fór seint að sofa var sú að ég fór á skemmtilegan fyrirlestur hjá Eddu Björgvins leikkonu kvöldið áður. Það var norðurlandsdeils Félags kvenna í atvinnurekstri sem stóð fyrir því að fá hana norður, þannig að mér fannst ekki annað hægt en að mæta, verandi í félaginu og alles. En mér fannst líka spennandi að hlusta á hvað hún hefði fram að færa. Þetta var í einu orði sagt frábært kvöld. Sökum óveðurs mættu bara 12 konur, og Edda var svo glöð að við lá að hún faðmaði hverja og eina sem kom, bara fyrir að brjótast í gegnum óveðrið (eða þannig). En já þetta var flottur fyrirlestur hjá henni og ég hló nánast allt kvöldið. Eitt af því sem hún talaði um var það hversu hlátur hefur góð áhrif á streitu, verki og svefn. Og ég svaf einmitt sérlega vel um nóttina og vaknaði sem sagt í þennan góða dag.
Ég reyndar var svo vitlaus að það var ekki fyrr en klukkan var að verða eitt og ég hafði ekki sest niður allan tímann í vinnunni, að ég áttaði mig á því að ég væri hressari en venjulega... En já ég var að ganga frá nýjum vörum inná lager og raða þeim á borð í búðinni, og reyna að finna pláss fyrir eldri vörur sem þurfti þá að hliðra til, þannig að ég var á stanslausu rápi um búðina og inná lager. Eftir vinnu fór ég svo aðeins heim en síðan í konuklúbb, þar sem ég var líka uppá mitt besta og hló og spjallaði hægri vinstri. Í síðustu klúbbum hef ég átt nógu erfitt með að bara sitja upprétt, svo þetta var tilbreyting.
Í gærkvöldi fór ég svo að reyna að finna myndir á ljósmyndasýningu sem ljósmyndaklúbburinn minn ákvað skyndilega að efna til, í tilefni af Gildeginum í listagilinu. Ég hafði fengið póst þar að lútandi á sunnudegi en "gleymdi" þessu svo bara nánast alveg, þar til ein af konunum kom í búðina í gær og var að leita að Kára í AB búðinni, en hún ætlaði að fá hann til að setja myndir á frauðplast fyrir sig. Þá espaðist ég öll upp og fannst að ég yrði að vera með. Það var nú þrautin þyngri að velja myndir og til að kóróna það, fann ég hreinlega ekki myndirnar mínar inni í myndaforritinu (eitthvað stillingaratriði), þannig að ég þurfti að vinna sumar uppá nýtt. En sem sagt, ég valdi fjórar myndir og Valur bjargaði öllu hinu. Hann prentaði þær út, setti í ramma og fór svo með mér í morgun og festi þær upp. Þannig að ef hann hefði ekki verið til staðar, þá hefði ég örugglega ekki verið með. En svo þegar myndirnar voru nú einu sinni komnar uppá vegg þá var ég bara voða glöð með að hafa tekið þátt :)
Síðan fór ég í vinnuna en stoppaði ekki lengi því hinar ljósmyndaskvísurnar hringdu og ætluðu að hittast klukkan þrjú og skoða sýninguna okkar + fara á fleiri sýningar í gilinu. Þannig að ég samdi við Silju sem var að vinna um að vinna klukkutíma lengur og stakk svo bara af... Valur og Andri sóttu mig og þeir komu líka og kíktu á þessa sýningu og eins aðalsýninguna sem var að opna í Listasafninu, sem var líka ljósmyndasýning. Svo ók Andri pabba sínum út á flugvöll en ég var lengur með stelpunum og við skoðuðum líka sýningu á barnabóka-myndskreytingum í Deiglunni. Það var líka mjög flott.
Svo fór ég nú bara heim, enda var dagurinn í dag langt frá því að vera eins góður og gærdagurinn. Svimi, þreyta, höfuðverkur, ógleði, stífleiki og verkir voru þema dagsins, en ég reyndi nú að horfa framhjá því í lengstu lög.
Núna er Valur sem sagt farinn suður og flýgur til Tromsö á morgun. Ég ætla svo að heimsækja hann og það er nú bara alveg að skella á! Ég fer suður á þriðjudag og út á miðvikudag. Er bara farin að hlakka til að kíkja á fornar slóðir, 10 árum eftir síðustu heimsókn.
Ástæðan fyrir því að ég fór seint að sofa var sú að ég fór á skemmtilegan fyrirlestur hjá Eddu Björgvins leikkonu kvöldið áður. Það var norðurlandsdeils Félags kvenna í atvinnurekstri sem stóð fyrir því að fá hana norður, þannig að mér fannst ekki annað hægt en að mæta, verandi í félaginu og alles. En mér fannst líka spennandi að hlusta á hvað hún hefði fram að færa. Þetta var í einu orði sagt frábært kvöld. Sökum óveðurs mættu bara 12 konur, og Edda var svo glöð að við lá að hún faðmaði hverja og eina sem kom, bara fyrir að brjótast í gegnum óveðrið (eða þannig). En já þetta var flottur fyrirlestur hjá henni og ég hló nánast allt kvöldið. Eitt af því sem hún talaði um var það hversu hlátur hefur góð áhrif á streitu, verki og svefn. Og ég svaf einmitt sérlega vel um nóttina og vaknaði sem sagt í þennan góða dag.
Ég reyndar var svo vitlaus að það var ekki fyrr en klukkan var að verða eitt og ég hafði ekki sest niður allan tímann í vinnunni, að ég áttaði mig á því að ég væri hressari en venjulega... En já ég var að ganga frá nýjum vörum inná lager og raða þeim á borð í búðinni, og reyna að finna pláss fyrir eldri vörur sem þurfti þá að hliðra til, þannig að ég var á stanslausu rápi um búðina og inná lager. Eftir vinnu fór ég svo aðeins heim en síðan í konuklúbb, þar sem ég var líka uppá mitt besta og hló og spjallaði hægri vinstri. Í síðustu klúbbum hef ég átt nógu erfitt með að bara sitja upprétt, svo þetta var tilbreyting.
Í gærkvöldi fór ég svo að reyna að finna myndir á ljósmyndasýningu sem ljósmyndaklúbburinn minn ákvað skyndilega að efna til, í tilefni af Gildeginum í listagilinu. Ég hafði fengið póst þar að lútandi á sunnudegi en "gleymdi" þessu svo bara nánast alveg, þar til ein af konunum kom í búðina í gær og var að leita að Kára í AB búðinni, en hún ætlaði að fá hann til að setja myndir á frauðplast fyrir sig. Þá espaðist ég öll upp og fannst að ég yrði að vera með. Það var nú þrautin þyngri að velja myndir og til að kóróna það, fann ég hreinlega ekki myndirnar mínar inni í myndaforritinu (eitthvað stillingaratriði), þannig að ég þurfti að vinna sumar uppá nýtt. En sem sagt, ég valdi fjórar myndir og Valur bjargaði öllu hinu. Hann prentaði þær út, setti í ramma og fór svo með mér í morgun og festi þær upp. Þannig að ef hann hefði ekki verið til staðar, þá hefði ég örugglega ekki verið með. En svo þegar myndirnar voru nú einu sinni komnar uppá vegg þá var ég bara voða glöð með að hafa tekið þátt :)
Síðan fór ég í vinnuna en stoppaði ekki lengi því hinar ljósmyndaskvísurnar hringdu og ætluðu að hittast klukkan þrjú og skoða sýninguna okkar + fara á fleiri sýningar í gilinu. Þannig að ég samdi við Silju sem var að vinna um að vinna klukkutíma lengur og stakk svo bara af... Valur og Andri sóttu mig og þeir komu líka og kíktu á þessa sýningu og eins aðalsýninguna sem var að opna í Listasafninu, sem var líka ljósmyndasýning. Svo ók Andri pabba sínum út á flugvöll en ég var lengur með stelpunum og við skoðuðum líka sýningu á barnabóka-myndskreytingum í Deiglunni. Það var líka mjög flott.
Svo fór ég nú bara heim, enda var dagurinn í dag langt frá því að vera eins góður og gærdagurinn. Svimi, þreyta, höfuðverkur, ógleði, stífleiki og verkir voru þema dagsins, en ég reyndi nú að horfa framhjá því í lengstu lög.
Núna er Valur sem sagt farinn suður og flýgur til Tromsö á morgun. Ég ætla svo að heimsækja hann og það er nú bara alveg að skella á! Ég fer suður á þriðjudag og út á miðvikudag. Er bara farin að hlakka til að kíkja á fornar slóðir, 10 árum eftir síðustu heimsókn.
þriðjudagur, 8. mars 2011
Örlítið bjartara yfir frúnni
Mér finnst eins og ég sé aðeins að hressast... það hlýtur nú að gleðja lesendur þessarar síðu, því mér skilst að leiðinlegri lesning sé vandfundin...
Ég fór til hnykkjara í dag og bað hann að kíkja aðeins á hálsliðina því ég hef verið svo slæm í hálsinum undanfarið. Gerði þau mistök að segja honum að ég væri með vefjagigt og fékk yfir mig hálfgerðan fyrirlestur í kjölfarið. Vefjagigt samkvæmt honum er jú bara vöðvabólga á háu stigi, og ef ég myndi hætta að vinna og sofa þegar ég vildi sofa, hreyfa mig þegar ég vildi hreyfa mig, borða hollan mat o.s.frv. þá myndi ég losna við vöðvabólgurnar. Maður yrði að vega og meta hvað skipti mestu máli í lífinu... og bla bla bla. Já og hann ýjaði líka að þeim frábæra misskilningi að þar sem ekkert óeðlilegt mældist í blóðprufum þá væri eiginlega ekkert að manni. Æi eða eitthvað í þá áttina - ég varð eiginlega svo reið að ég hætti að heyra hvað hann sagði þegar hér var komið sögu. Mig langaði mest að spyrja hvað væri eiginlega langt síðan hann hefði lesið sér til um vefjagigt og hve marga hann þekkti sem hefðu læknast algjörlega með því að fylgja þessum frábæru ráðum hans. Ég þekki konur sem hafa hætt að vinna af því þær hafa ekki getað unnið lengur, sem borða hollan mat og hreyfa sig, en þetta ástand hverfur ekki fyrir því. O jæja, en hann hnykkti nú aðeins á mér og vill setja í mig nálar næst til að örva blóðflæðið í hnakka og öxlum. Og já þrátt fyrir allt ætla ég að fara til hans aftur.
Svo vann ég fullan vinnudag í dag, í fyrsta skipti í heila viku held ég bara. Það gekk nokkuð vel en þrekið var ótrúlega sveiflukennt. Ég var í lagi inn á milli en svo datt ég niður í nánast enga orku annað slagið. Á morgun er svo öskudagur og ég að vinna frá 10-14, sem þýðir að ég mun hlusta á óendanlegan fjölda barna koma og syngja. Það er spennandi að sjá hvernig það mun fara í frúna.
Ég fór til hnykkjara í dag og bað hann að kíkja aðeins á hálsliðina því ég hef verið svo slæm í hálsinum undanfarið. Gerði þau mistök að segja honum að ég væri með vefjagigt og fékk yfir mig hálfgerðan fyrirlestur í kjölfarið. Vefjagigt samkvæmt honum er jú bara vöðvabólga á háu stigi, og ef ég myndi hætta að vinna og sofa þegar ég vildi sofa, hreyfa mig þegar ég vildi hreyfa mig, borða hollan mat o.s.frv. þá myndi ég losna við vöðvabólgurnar. Maður yrði að vega og meta hvað skipti mestu máli í lífinu... og bla bla bla. Já og hann ýjaði líka að þeim frábæra misskilningi að þar sem ekkert óeðlilegt mældist í blóðprufum þá væri eiginlega ekkert að manni. Æi eða eitthvað í þá áttina - ég varð eiginlega svo reið að ég hætti að heyra hvað hann sagði þegar hér var komið sögu. Mig langaði mest að spyrja hvað væri eiginlega langt síðan hann hefði lesið sér til um vefjagigt og hve marga hann þekkti sem hefðu læknast algjörlega með því að fylgja þessum frábæru ráðum hans. Ég þekki konur sem hafa hætt að vinna af því þær hafa ekki getað unnið lengur, sem borða hollan mat og hreyfa sig, en þetta ástand hverfur ekki fyrir því. O jæja, en hann hnykkti nú aðeins á mér og vill setja í mig nálar næst til að örva blóðflæðið í hnakka og öxlum. Og já þrátt fyrir allt ætla ég að fara til hans aftur.
Svo vann ég fullan vinnudag í dag, í fyrsta skipti í heila viku held ég bara. Það gekk nokkuð vel en þrekið var ótrúlega sveiflukennt. Ég var í lagi inn á milli en svo datt ég niður í nánast enga orku annað slagið. Á morgun er svo öskudagur og ég að vinna frá 10-14, sem þýðir að ég mun hlusta á óendanlegan fjölda barna koma og syngja. Það er spennandi að sjá hvernig það mun fara í frúna.
mánudagur, 7. mars 2011
Róleg og notaleg helgi í höfuðborginni
Varúð.. löng og ítarleg ferðasaga ;-)
Já suður fór ég sem betur fer. Hafði svo gott af því að lyfta mér aðeins upp. Ég fór með flugi á föstudagskvöldið og Rósa vinkona sótti mig á flugvöllinn. Síðan fórum við á Sólon og fengum okkur að borða þetta fína salat með reyktum laxi. Svo fórum við heim til Rósu og sátum og spjölluðum þar til rúmlega ellefu, en þá vildi sú gamla (ég) fara í háttinn. Á laugardagsmorguninn fékk ég ljúffengt jurtate hjá Rósu, úr jurtum sem hún hafði sjálf tínt, og brauð með bláberjasultu sem Berglind dóttir hennar hafði búið til.
Eftir morgunmatinn tók ég taxa út á Umferðamiðstöð og þar keypti ég mér ferð með flugrútunni til Keflavíkur, þar sem það eru svo fáar áætlunarferðir til Keflavíkur með "venjulegu" rútunni. Þegar til kom var ég eini farþeginn í rútunni, og sagði þá bílstjórinn "Það verða þá færri sem fjúka", sem var gríðarlega upplífgandi byrjun á rútuferð... Ég kippti mér þó ekkert upp við það, en veðrið var alveg snælduvitlaust, rok og rigning.
Anna systir beið eftir mér á flugvellinum. Hún hafði komið frá Noregi daginn áður og gist hjá mömmu um nóttina. Nú tók hún bíl á leigu og skrifaði mig sem auka bílstjóra. Svo byrjaði ballið. Við gengum frá flugstöðinni og yfir að bílaplaninu - en þá kom þessi þvílíka vindroka og ég var nú bara nærri fokin þrátt fyrir að halda á ferðatöskunni minni í fanginu. Vindurinn var svo sterkur og við bættist úrhellisrigning sem lamdi á okkur - og ég fékk hláturkast - sem er auðvitað alveg skiljanlegt við þessar aðstæður, eða þannig ;-) En við komumst nú loks í bílinn, alveg rennandi blautar á þeirri hliðinni sem hafði snúið upp í vindinn. Og fína hárgreiðslan mín rokin út í veður og vind...
Jæja, við fórum svo heim til mömmu, sem beið okkar með þessa fínu máltíð. Sem var svo sannarlega afturhvarf til fortíðar, enda nákvæmlega eins og margar sunnudagsmáltíðir þegar við bjuggum í foreldrahúsum. Steikt lambalæri með rauðkáli, grænum baunum og brúnni sósu. Og í eftirmat hvorki meira né minna en Royal súkkulaðibúðingur með þeyttum rjóma. Borinn fram í sömu eftirréttaskálum og á árum áður. Þetta eru hvítar skálar með ávaxtamyndum í botninum og svo eru þær ýmist með gulri, bleikri eða blárri rönd ofan á brúninni.
Eftir að hafa borðað og slappað aðeins af hjá mömmu ókum við systur inn í Kópavog. Þar hittum við Sollu vinkonu Önnu og Dísu systur hennar, og fórum með þeim á tónleika í Salnum þar sem frænka þeirra systra var að syngja. Þetta voru hinir ágætustu tónleikar og að þeim loknum fórum við Anna og Solla á Saffran og fengum okkur að borða. Eftir matinn var planið að fara á kaffihús niðri í bæ, en ég ákvað að vera skynsöm og fara bara "heim" og slappa af. Rósa var ekki heima svo ég lagði undir mig sófann og horfði á Barnaby á dönsku stöðinni og var svo sofnuð fyrir miðnætti.
Ég steinsvaf alla nóttina (nokkuð sem gerist ekki oft) og fór ekki á fætur fyrr en um tíuleytið á sunnudagsmorgninum. Um hálf tólf fór ég í stutta heimsókn til tengdaforeldra minna og þaðan fór ég í brunch hjá vinkonu þeirra Önnu systur og Sollu. Þangað kom svo líka Dísa ásamt manni og sonum, svo þetta var bara mikið fjör. Á boðstólum voru amerískar pönnukökur, soðin egg, eggjakaka, brauð, kjötálegg, ostar og bollur. Nú er ég ábyggilega að gleyma einhverju en það verður þá bara að hafa það.
Við sátum ansi lengi að snæðingi en svo fórum við Anna heim til Rósu að sækja dótið mitt. Þaðan fórum við í Kringluna og ætluðum að rölta lítinn hring áður en ég færi í flug norður. Þá var tilkynnt um seinkunn, svo við eyddum nú aðeins lengri tíma þar, sem hafði þær afleiðingar að við keyptum okkur báðar peysu og ég keypti líka bol. Svo fengum við okkur líka meira að borða... Allt í einu var klukkan orðin margt og við þurftum að drífa okkur út á flugvöll. Hefðum nú reyndar ekki þurft að stressa okkur því við vorum svo eldsnöggar á leiðinni þangað. Svo sat systir mín elskuleg hjá mér þar til kallað var út í vél.
Flugmaðurinn tilkynnti að flugið norður tæki 40 mínútur og ég var aldeilis ánægð að heyra það. Svo varaði hann líka við því að það gæti orðið ókyrrð í flugtaki og fyrir lendingu fyrir norðan. Ég var sallaróleg og steinsvaf alveg þar til flugmaðurinn kom með næstu tilkynningu. Nefnilega þá að við þyrftum að hringsóla í 20 mínútur því það væri önnur flugvél á undan okkur inn til lendingar og þar að auki væri stórhríð á flugvellinum í augnablikinu. Svo dottaði ég aftur þar til þvílík heljarinnar ókyrrð byrjaði og konan við hliðina á mér greip dauðahaldi í sætis-handfangið milli sætanna. Ég viðurkenni að þetta var nú skrautlegasta ókyrrð sem ég hef lengi lent í en merkilegt nokk þá var ég bara fullkomlega róleg. Það er af sem áður var. Þegar ég var með lítil börn var ég svo bílhrædd og líka hrædd í flugi ef eitthvað var að veðri. Það komu nokkur svona fjölda "andköf" hjá farþegunum en allt gekk þetta nú vel, sem betur fer.
Heim var ég komin um kvöldmatarleytið og bara mjög sátt við a) að hafa drifið mig suður og b) að hafa getað þetta án þess að vera alveg dauð á eftir.
Já suður fór ég sem betur fer. Hafði svo gott af því að lyfta mér aðeins upp. Ég fór með flugi á föstudagskvöldið og Rósa vinkona sótti mig á flugvöllinn. Síðan fórum við á Sólon og fengum okkur að borða þetta fína salat með reyktum laxi. Svo fórum við heim til Rósu og sátum og spjölluðum þar til rúmlega ellefu, en þá vildi sú gamla (ég) fara í háttinn. Á laugardagsmorguninn fékk ég ljúffengt jurtate hjá Rósu, úr jurtum sem hún hafði sjálf tínt, og brauð með bláberjasultu sem Berglind dóttir hennar hafði búið til.
Eftir morgunmatinn tók ég taxa út á Umferðamiðstöð og þar keypti ég mér ferð með flugrútunni til Keflavíkur, þar sem það eru svo fáar áætlunarferðir til Keflavíkur með "venjulegu" rútunni. Þegar til kom var ég eini farþeginn í rútunni, og sagði þá bílstjórinn "Það verða þá færri sem fjúka", sem var gríðarlega upplífgandi byrjun á rútuferð... Ég kippti mér þó ekkert upp við það, en veðrið var alveg snælduvitlaust, rok og rigning.
Anna systir beið eftir mér á flugvellinum. Hún hafði komið frá Noregi daginn áður og gist hjá mömmu um nóttina. Nú tók hún bíl á leigu og skrifaði mig sem auka bílstjóra. Svo byrjaði ballið. Við gengum frá flugstöðinni og yfir að bílaplaninu - en þá kom þessi þvílíka vindroka og ég var nú bara nærri fokin þrátt fyrir að halda á ferðatöskunni minni í fanginu. Vindurinn var svo sterkur og við bættist úrhellisrigning sem lamdi á okkur - og ég fékk hláturkast - sem er auðvitað alveg skiljanlegt við þessar aðstæður, eða þannig ;-) En við komumst nú loks í bílinn, alveg rennandi blautar á þeirri hliðinni sem hafði snúið upp í vindinn. Og fína hárgreiðslan mín rokin út í veður og vind...
Jæja, við fórum svo heim til mömmu, sem beið okkar með þessa fínu máltíð. Sem var svo sannarlega afturhvarf til fortíðar, enda nákvæmlega eins og margar sunnudagsmáltíðir þegar við bjuggum í foreldrahúsum. Steikt lambalæri með rauðkáli, grænum baunum og brúnni sósu. Og í eftirmat hvorki meira né minna en Royal súkkulaðibúðingur með þeyttum rjóma. Borinn fram í sömu eftirréttaskálum og á árum áður. Þetta eru hvítar skálar með ávaxtamyndum í botninum og svo eru þær ýmist með gulri, bleikri eða blárri rönd ofan á brúninni.
Eftir að hafa borðað og slappað aðeins af hjá mömmu ókum við systur inn í Kópavog. Þar hittum við Sollu vinkonu Önnu og Dísu systur hennar, og fórum með þeim á tónleika í Salnum þar sem frænka þeirra systra var að syngja. Þetta voru hinir ágætustu tónleikar og að þeim loknum fórum við Anna og Solla á Saffran og fengum okkur að borða. Eftir matinn var planið að fara á kaffihús niðri í bæ, en ég ákvað að vera skynsöm og fara bara "heim" og slappa af. Rósa var ekki heima svo ég lagði undir mig sófann og horfði á Barnaby á dönsku stöðinni og var svo sofnuð fyrir miðnætti.
Ég steinsvaf alla nóttina (nokkuð sem gerist ekki oft) og fór ekki á fætur fyrr en um tíuleytið á sunnudagsmorgninum. Um hálf tólf fór ég í stutta heimsókn til tengdaforeldra minna og þaðan fór ég í brunch hjá vinkonu þeirra Önnu systur og Sollu. Þangað kom svo líka Dísa ásamt manni og sonum, svo þetta var bara mikið fjör. Á boðstólum voru amerískar pönnukökur, soðin egg, eggjakaka, brauð, kjötálegg, ostar og bollur. Nú er ég ábyggilega að gleyma einhverju en það verður þá bara að hafa það.
Við sátum ansi lengi að snæðingi en svo fórum við Anna heim til Rósu að sækja dótið mitt. Þaðan fórum við í Kringluna og ætluðum að rölta lítinn hring áður en ég færi í flug norður. Þá var tilkynnt um seinkunn, svo við eyddum nú aðeins lengri tíma þar, sem hafði þær afleiðingar að við keyptum okkur báðar peysu og ég keypti líka bol. Svo fengum við okkur líka meira að borða... Allt í einu var klukkan orðin margt og við þurftum að drífa okkur út á flugvöll. Hefðum nú reyndar ekki þurft að stressa okkur því við vorum svo eldsnöggar á leiðinni þangað. Svo sat systir mín elskuleg hjá mér þar til kallað var út í vél.
Flugmaðurinn tilkynnti að flugið norður tæki 40 mínútur og ég var aldeilis ánægð að heyra það. Svo varaði hann líka við því að það gæti orðið ókyrrð í flugtaki og fyrir lendingu fyrir norðan. Ég var sallaróleg og steinsvaf alveg þar til flugmaðurinn kom með næstu tilkynningu. Nefnilega þá að við þyrftum að hringsóla í 20 mínútur því það væri önnur flugvél á undan okkur inn til lendingar og þar að auki væri stórhríð á flugvellinum í augnablikinu. Svo dottaði ég aftur þar til þvílík heljarinnar ókyrrð byrjaði og konan við hliðina á mér greip dauðahaldi í sætis-handfangið milli sætanna. Ég viðurkenni að þetta var nú skrautlegasta ókyrrð sem ég hef lengi lent í en merkilegt nokk þá var ég bara fullkomlega róleg. Það er af sem áður var. Þegar ég var með lítil börn var ég svo bílhrædd og líka hrædd í flugi ef eitthvað var að veðri. Það komu nokkur svona fjölda "andköf" hjá farþegunum en allt gekk þetta nú vel, sem betur fer.
Heim var ég komin um kvöldmatarleytið og bara mjög sátt við a) að hafa drifið mig suður og b) að hafa getað þetta án þess að vera alveg dauð á eftir.
fimmtudagur, 3. mars 2011
Öll él birtir upp um síðir
Verður maður ekki bara að hafa það hugfast? Ég er nú aðeins að skríða saman, sem betur fer. Fór í vinnuna í morgun og Andri kom svo og leysti mig af eftir tvo og hálfan tíma. Þá fór ég bara heim og er búin að sitja og liggja til skiptis og finnst ég bara alveg þokkalega hress núna eftir kvöldmatinn. Og svona til að hressa mig við í þessu ástandi öllu saman, þá hef ég ákveðið að skutlast til Reykjavíkur um helgina... Er þvílíkt búin að grufla yfir því hvort það sé gáfulegt eða ekki - en Anna systir er að koma í heimsókn frá Noregi og ég bara verð nú eiginlega að hitta hana. Það er ekki svo oft sem við systurnar hittumst. Já eða systkinin öllu heldur, því Palli bróðir býr jú í Danmörku og er ekki oft á ferðinni hér á landi.
Þannig að, eins og staðan lítur út núna, þá ætla ég sem sagt suður, í þeirri trú að ég muni bara hafa gott af því að komast í nýtt umhverfi og hætta að hugsa um rassinn á sjálfri mér í smá stund. Ég fer annað kvöld og gisti hjá Rósu vinkonu. Á laugardeginum tek ég svo rútuna til Keflavíkur og kíki aðeins á mömmu og svo förum við systur saman inn til Reykjavíkur þar sem Anna mun gista hjá sinni vinkonu. Svo er bara að treysta því og trúa að þetta muni hafa góð áhrif á gömlu konuna :-)
miðvikudagur, 2. mars 2011
Vinna, ekki vinna, vinna, ekki vinna...?
Oh, ég er ennþá alltof slöpp og orðin alveg ferlega þreytt á sjálfri mér. Í gær vann jú Andri fyrir mig og í dag var ég í fríi og ætlaði að "safna kröftum" en það var bara ekkert að virka. Ég ráfaði milli herbergja og gat framkvæmt grunndvallar heimilisstörf s.s. að taka úr uppþvottavélinni og þvo gallabuxur, en þar fyrir utan er ég bara búin að vera eins og slytti. Ég treysti mér ekki á fund í Lundarskóla þar sem verið var að kynna framhaldsskólana fyrir tíundubekkingum, og ég treysti mér ekki á fund með ljósmyndaskvísunum í kvöld. Og eins og alltaf þegar ég er í þessum svaka veikindaköstum mínum þá fer ég að hafa áhyggjur af öllu - og ekki bætir það úr skák. Andri er búinn að bjóða mér að vinna fyrir mig á morgun og ég þarf að svara honum... en veit ekki hvað ég á að gera. Veit vel að ég er varla vinnuhæf, en finnst ég samt einhvern veginn að ég verði að standa mína plikt. Oh, ég er að verða brjáluð á þessu ástandi!
þriðjudagur, 1. mars 2011
Líður aðeins betur í dag
Sem betur fer. Valur hitti naglann á höfuðið í gær þegar hann sagði "Þú ert nú bara veik" og meinti þá að ég væri ekki bara slöpp eins og venjulega, heldur mun veikari. Enda fékk ég Andra til að vinna fyrir mig megnið af vinnudeginum í gær, og svo í dag líka. Þetta verður svolítið asnalegt ástand þegar maður er meira og minna slappur og óupplagður, að þá áttar maður sig ekki alveg á því hvenær ástandið er orðið óeðlilegt. Svona eins og sagan um froskinn. Ef þú tekur frosk og setur í sjóðandi heitt vatn þá hoppar hann strax uppúr því. En ef þú setur frosk í volgt vatn og hitar svo vatnið smám saman þar til það er orðið sjóðandi heitt, þá áttar froskurinn sig ekki á breytingunni og er kyrr ofan í vatninu þar til hann drepst. En alla vega, þá er ég sem sagt örlítið hressari í dag, jibbý jej!
Ég sit hér og á að vera að klára að panta vörur en er bara að slæpast... sem þýðir auðvitað ekki. Best að halda áfram að panta.
Ég sit hér og á að vera að klára að panta vörur en er bara að slæpast... sem þýðir auðvitað ekki. Best að halda áfram að panta.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Ég hef verið nokkuð góð þessa vikuna, þrátt fyrir ferðalag og læti, og gærdagurinn var bara hinn ágætasti. Það koma þó alltaf þessi gríðarlegu þreytuköst inn á milli, en þá er bara eins og ég gangi allt í einu á vegg, orkan er alveg búin og ég þarf helst að setjast niður. Ég var t.d. ekkert gríðarlega hress síðustu tvo tímana í vinnunni í dag en það slapp nú allt fyrir horn. Var alveg búin á því þegar ég kom heim, en svo var ég nógu hress eftir kvöldmatinn til að fara að þrífa eldavélina (nokkuð sem ekki var vanþörf á að gera). Í leiðinni olíubar ég líka eldhúsborðið - en þetta tvennt hefur ekki verið gert óralengi. Í gær þreif ég líka bakaraofninn, enda fékk ég smá kast þegar ég kom heim og fannst allt svo skítugt. Strákarnir hafa samt verið mjög duglegir að taka til eftir sig á meðan ég var í burtu og það var snyrtilegt og fínt í eldhúsinu, þetta er meira svona "vetrarskítur" sem maður sér þegar sólin fer að hækka á lofti.
Á morgun kemur Valur heim og á morgun fer ég líka út að borða með konuklúbbnum mínum. Við ætlum á sushi stað og það verður ábyggilega fínt. Ég hafði nú reyndar verið búin að steingleyma þessu... en fékk SMS í dag frá einni sem var að minna á þetta. Sem var eins gott. Ef ég skrifa ekki allt hjá mér þá gleymi ég því, það er nánast regla. Enda er ég nú orðin býsna dugleg að skrifa niður hluti. Og gott er líka að hafa dagbók á netinu sem maður getur kíkt í hvar sem er. Nú er ég búin að tengja dagbókina á netinu við símann minn þannig að ég get alltaf séð dagskrá dagsins í símanum, það er alveg meiriháttar.