En annars hefur söngur minn undanfarin ár takmarkast við að syngja með jólaplötunni með Sissel Kyrkjebö, Glade Jul. Ég hef tekið hana fram fyrir jólin og gaulað með. Skemmtilegast en jafnframt erfiðast er að syngja O Helga Natt því þar fer hún vel uppá háa C-ið (eða það held ég að minnsta kosti, er ekki alveg með tónfræðina á hreinu sko...). Og já þar sem ég var orðin svo heit eftir allan sönginn í dag datt mér í hug að sækja Sissel og taka Helga natt - og fór létt með það, hehe ;) En ég lét nú þetta eina lag duga að sinni, óþarfi að gaula heila jólaplötu á þessum árstíma.
Ekki þar fyrir, það styttist óðum til jóla, bara svo það sé nú á hreinu. Við þurfum nú að klára að græja starfmsmannamálin í búðinni áður en nær dregur jólum. Þetta er orðið vandamál með helgarnar og sérstaklega ef einhver veikindi eru þá fer allt í vitleysu. Ekki bætir úr skák að 50% af starfsólki búðarinnar eru í Kvennakórnum og þurfa helst að vera í fríi þegar eitthvað sérstakt er um að vera...
Annars er það í fréttum að Valur er farinn suður og flýgur til Tromsö á morgun. Þar verður hann næstu 12 dagana og við verðum víst að bjarga okkur án hans hér heima. Það verður lærdómsríkt fyrir alla, sérstaklega í tengslum við matargerðina en það er nú markmiðið hjá mér að fá strákana til að taka þátt í þeirri vinnu. Svo er spurning hvort ég drattast til að gera lista/skipulag yfir það hvað á að vera í matinn á hverjum degi. Þetta er nokkuð sem við gerðum fyrir löngu og reyndist vel. Svo vel að það hefur alltaf staðið til að gera það aftur - en einhverra hluta vegna hefur það aldrei orðið.
Og já, ætli ég reyni ekki bara að fara snemma að sofa í kvöld.
P.S. Hm, það er kannski best að taka það fram að Sissel söng inná þessa plötu þegar hún var 18 ára, hugsa að ég fari ekki í sporin hennar í dag... Enda fer ég jú ekki í sporin hennar, finnst bara ótrúlega gaman að syngja "með" henni :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli