miðvikudagur, 20. apríl 2005
Viðurkenni að ég er með smá fiðring
vegna öldungamóts í blaki sem byrjar hér á Akureyri á morgun. Ég æfði nefnilega blak í 2 - 3 ár fyrir nokkru síðan en hætti því þegar meira var orðið að gera í náminu. Hætti auðvitað á toppnum eins og þeir bestu gera alltaf - var þá rétt farin að geta eitthvað!! Ætlaði alltaf að byrja aftur þegar ég væri búin með skólann en margt fer öðruvísi en ætlað er og ekki er ég nú byrjuð enn. En á blakferlinum afrekaði ég að fara á tvö öldungamót, það fyrra á Akranesi og hið síðara á Siglufirði. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa svona viðburði með orðum, verður að upplifast, en það er mikil stemming í kringum mótin og alveg sérstakur andi sem svífur yfir vötnum. Ekki er ólíklegt að ég eigi eftir að kíkja á einn leik eða tvo um helgina, svo mikið er víst ;-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli