Helgin leið hjá í miklum rólegheitum. Valur vann í garðinum en ég gerði mest lítið. Ég var reyndar með kvennaklúbb á föstudaginn og tókst að klambra saman kökum/heitum rétti án stórslysa í eldhúsinu. Fann svona þrælfína (imbahelda) uppskrift að súkkulaðiköku í Nýju lífi og féll hún aldeilis í kramið hjá klúbbsystrum.
Á laugardagskvöldið áttum við miða í leikhúsið að sjá "Pakkið á móti" en vorum hvorugt í rétta gírnum fyrir leikhúsferð svo við breyttum um áætlun og fórum í bíó í staðinn. Sáum "The Interpreter" með Nicole Kidman og Sean Penn. Myndin var alveg ágæt en enn og aftur undrast maður að það skuli yfir höfuð vera hægt að halda uppi kvikmyndahúsi á Akureyri, hvað þá tveimur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli