föstudagur, 15. apríl 2005

Konukvöld

í Sjallanum í gærkvöldi var skrýtin upplifun og hálf súrrealísk á köflum. Olíubornir karlmenn gangandi um salinn að bjóða súkkulaði, tískusýning með hugrökkum konum, sumum í yfirstærð og með áberandi appelsínuhúð í flóðlýsingunni, Helga Braga með uppistand og léttan magadans, slitin og þreytt innréttingin í Sjallanum, sígarettulykt sem barst í salinn þó bannað væri að reykja þar, þrjár "heppnar" konur sem fengu lúsarlega tvo tíma í ljós í verðlaun.......... Á tímabili fannst mér sem ég væri stödd í bíómynd eftir Kaurismaki - en sem betur fer tók þetta enda og ég gat farið heim að sofa fyrir miðnætti :-)

Engin ummæli: