föstudagur, 1. apríl 2005

Læknaskop

Ég var að leita að einhverju á netinu og þegar ég sló viðkomandi leitarorð inn í Google kom leitarvélin upp með ýmsar síður, þar á meðal var Broshornið, en það er þáttur í Læknablaðinu sem ætlað er að létta lundina og fá fólk til að brosa. Ég stóðst ekki mátið að birta eina litla sögu:

Gefið undir fótinn

Eldri kona með mikla lífsreynslu var lögð inn á spítala. Er hún fór að hressast tók hún til við að daðra við karlkynið í hópi starfsfólks. Þegar ungur og myndarlegur deildarlæknir var að skoða hana gat hún ekki orða bundist: "Heyrðu vinur minn, ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það mundi ekki flýta fyrir bata mínum ef við tvö eyddum nóttinni saman?"

"Jú, góða mín, ég er nokkuð viss um það en ég er ekki eins viss um að sjúkratryggingarnar myndu taka þátt í kostnaðinum."

Engin ummæli: