úr mér farinn svona að kvöldi dags. Hef samt ekki gert neitt annað en slæpast í dag. Fór meðal annars með tengdamömmu í Purity Herbs þar sem hún endurnýjaði birgðirnar af fótakremi ofl. Það er gaman frá því að segja að við Valur gáfum henni þessar vörur með í jólapakkann og hún hefur verið að bera kremið á stirða hnjáliðina með frábærum árangri. Ég keypti mér líka sjampó sem ég ætla að prófa. Það er fínt að geta keypt svona beint hjá framleiðsluaðilanum og fengið leiðbeiningar og góð ráð, auk þess sem það er 25% ódýrara en að kaupa vöruna í gegnum smásöluaðila.
Við kíktum líka aðeins í bæinn, þ.e.a.s. göngugötuna en í morgun kl. 10.30 vorum við einu manneskjurnar á ferð í göngugötunni! Já, það er líflegur miðbærinn hér norðan heiða, það vantar nú ekki ;-(
Eftir skyr og brauð í hádeginu ók ég þeim svo á flugvöllinn og þar með lauk vel heppnaðri heimsókn tengdaforeldranna til Akureyrar. Annað er ekki í fréttum nema það að ég er alveg ofboðslega þreytt eitthvað þessa stundina og ætla snemma að sofa í kvöld. Og ótrúlegt en satt, ég fékk strengi í fæturnar eftir að synda tuttugu ferðir bringusund í gærmorgun. Hm.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli