sunnudagur, 17. apríl 2005

Mikið sem það er gott

að eiga frí. Vakna, fara í sund, fá sér morgunmat, laga til í húsinu, þvo þvott, kaupa í matinn, fara út að ganga, borða, horfa á sjónvarpið, sofa.... Svona var helgin hjá mér í grófum dráttum. Það sem var þó allra best var sú staðreynd að ég var full af orku og fann vart fyrir þreytu. Sleppti góðu boði Hjördísar og Hörpu um að fara með þeim á árshátíð Átaks í gærkvöldi - það höfðaði meira til mín að fara snemma að sofa og vakna fersk og velúthvíld í morgun.

Nú er kominn tími á garðverkin - en Valur var þó búinn að klippa runnana fyrir nokkru. Enn er eftir að raka lauf og hirða rusl úr beðum. Talandi um lauf þá var ansi hressilegt rok á tímabili í gær og sjá mátti ummerki þess í sundlauginni í morgun. Lauf og sandur út um allt en hann Steini (sundlaugarvörður og fuglaáhugamaður með meiru) barðist við þessa aðskotahluti með tilþessgerða sundlaugar-ryksugu að vopni og þegar ég fór var hann búinn að ná yfirhöndinni, a.m.k. fram að næsta roki!

Engin ummæli: