Nú er bara spurningin: Hvernig á að hafa ofan af fyrir tengdaforeldrunum?
fimmtudagur, 7. apríl 2005
Jæja, þá eru tengdó komin í heimsókn
norður yfir heiðar. Það háttar þannig til að tengdapabbi verður áttræður á laugardaginn og hann ákvað að flýja allt veislustúss og besta leiðin til að gera það er að vera "að heiman" á afmælisdaginn. Við Valur sóttum þau út á flugvöll um þrjúleytið, fórum með þau heim, gáfum þeim kaffi og fórum svo bæði aftur í vinnuna. Skemmtilegir gestgjafar eða hitt þá heldur! En ég þarf að klára ýmislegt fyrir morgundaginn því það er síðasti kennsludagur hjá mér að sinni. Á reyndar eftir að "hitta" fjarnemana tvisvar í viðbót, þannig að þessu er ekki alveg lokið enn. En það er a.m.k. smá pása fram að prófum. Þá byrjar fjörið aftur, enda um 100 próf sem ég kem til með að fara yfir.
Nú er bara spurningin: Hvernig á að hafa ofan af fyrir tengdaforeldrunum?
Nú er bara spurningin: Hvernig á að hafa ofan af fyrir tengdaforeldrunum?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli