fimmtudagur, 14. apríl 2005

Byrjaði daginn á því

að sitja á ríflega klukkutíma löngum fundi í Lundarskóla. Verið var að kynna valáfanga sem krakkarnir í 9. bekk geta valið sér á næsta ári. Þetta var svo sem allt í lagi en það var svo kalt þarna inni, mikill gustur frá útidyrunum sem sífellt var verið að opna og loka, að ég var bara alveg að krókna að fundi loknum. Er búin að drekka einn tebolla til að fá í mig hita og er að hugsa um að ná mér í annan.

Engin ummæli: