Yfirleitt er þetta bara notalegt, t.d. voða gaman þegar þau koma hlaupandi á móti mér þegar ég kem heim í hádeginu. En stundum fæ ég alveg nóg, sérstaklega þegar þau þvælast fyrir fótunum á mér og ég er kannski nærri dottin. Nú eða þá sparka óvart í annað hvort þeirra og sendi það í salibunu. Valur segir að ég sé mamma þeirra og líklega líta þau á mig sem einhvers konar mömmu. Og eins og með alvöru börnin þá situr maður uppi með þau það sem eftir lifir ;-)
föstudagur, 1. apríl 2005
Ég á lítinn skrítinn skugga
skömmin er svo líkur mér ... eða hvað? Þetta eru reyndar tveir skuggar og þeir eru ekki vitund líkir mér. Nema ég sé eins og köttur - sem getur auðvitað vel verið! Já, þetta eru þau Birta og Máni sem elta mig um húsið, milli herbergja, niður í kjallara, inn í geymslu, á klósettið... (þau bíða að vísu þolinmóð frammi á gangi á meðan ég er á klósettinu - þar dreg ég mörkin!).
Yfirleitt er þetta bara notalegt, t.d. voða gaman þegar þau koma hlaupandi á móti mér þegar ég kem heim í hádeginu. En stundum fæ ég alveg nóg, sérstaklega þegar þau þvælast fyrir fótunum á mér og ég er kannski nærri dottin. Nú eða þá sparka óvart í annað hvort þeirra og sendi það í salibunu. Valur segir að ég sé mamma þeirra og líklega líta þau á mig sem einhvers konar mömmu. Og eins og með alvöru börnin þá situr maður uppi með þau það sem eftir lifir ;-)
Yfirleitt er þetta bara notalegt, t.d. voða gaman þegar þau koma hlaupandi á móti mér þegar ég kem heim í hádeginu. En stundum fæ ég alveg nóg, sérstaklega þegar þau þvælast fyrir fótunum á mér og ég er kannski nærri dottin. Nú eða þá sparka óvart í annað hvort þeirra og sendi það í salibunu. Valur segir að ég sé mamma þeirra og líklega líta þau á mig sem einhvers konar mömmu. Og eins og með alvöru börnin þá situr maður uppi með þau það sem eftir lifir ;-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli