Það er alveg yndislegt að fylgjast með því hvernig blessuð börnin vakna úr dvala tölvuleikja og sjónvarpsgláps og fara að leika sér úti - eins og kálfar sem sleppt er úr fjósi. Ísak fékk fótbolta í sumargjöf og hefur varla sést inni í dag. Annað en blessaður unglingurinn bróðir hans sem settist á sinn fasta stað eftir að hafa sofið 12 tíma og farið í sturtuferð dagsins. Einmitt núna heyrast hlátrasköll frá herberginu hans en pabbinn var að reyna að njósna um það hvort hann væri í samskiptum við einhverjar stelpur á MSN.
Hvað okkur "gamla settið" snertir þá fórum við á sýningu á ljósmyndum RAX í Minjasafninu í dag. Óhætt er að segja að hann svíkur aldrei og voru nokkrar frábærar myndir þarna inn á milli.
Þarna tók ég mér smá hlé frá blogginu og horfði á tengdapabba í fréttum RÚV en tekið var lauflétt viðtal við hann í tilefni dagsins...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli