Í gær skilaði ég loks af mér verkefnunum sem ég var búin að hafa hangandi yfir hausamótunum á mér síðan í mars. Var mikið glöð þegar því var lokið ;-) Í gær pöntuðum við pítsu í matinn - í nta skiptið - en mikið sem tengdó voru ánægð með að fá þennan mat enda borða þau ekki pítsu nema tvisvar til þrisvar á ári.
Í gærkvöldi horfðum við síðan á gamlan klassíker sem ég tók á bókasafninu "North by Northwest" með Gary Grant ofl. Ísak horfði á alla myndina með okkur og hafði gaman af. Seinni hlutann lá hann reyndar á dýnu sem hann sótti sér vegna þess að hann ætlaði að gista í sjónvarpsherberginu í nótt. Af hverju skyldi nú Ísak hafa ætlað að gista í sjónvarpsherberginu?
Jú, pabbi hans tók sig til um daginn, sagði upp Sýn og tók Stöð 2 í staðinn en sú sjónvarpsstöð hefur aldrei áður verið hér í húsinu. Og viti menn, á þessari stöð byrjar barnaefnið kl. sjö á morgnana þannig að Ísak ákvað að sofa niðri svo hann myndi ekki missa af einni mínútu af barnaefninu... Og þrátt fyrir að hafa enga vekjaraklukku þá vaknaði minn klukkan sjö og gat legið í makindum undir sæng og horft á barnatímann ;o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli